Mig langar að langa
Ég sit hérna við tölvuna, það er að koma kvöld og styttist í háttatíma hjá mér. Dagurinn er búinn að vera yndislegur, veðrið gott og félagsskapurinn frábær. Ég er alveg mett. Mig vantar ekki neitt. Á sama tíma langar mig samt. Ekki það að mig langi neitt sérstaklega. En mig langar til að langa í kink eða kynlíf. Ég skruna niður Fetlife, þar sem kink, kynlíf og rómantík vofir yfir feedinu hjá mér.
Ég dáist að innilegum leikjum, fallegum samböndum, og glæsilegu bindingunum. Mig langar að langa í það. Ég kíkti inn á Tinder áðan og fékk skilaboð frá gaur sem er víst ágætlega kinky. Honum langar að hittast. Mig langar það ekki, en mig langar til að langa það. Ég kíkti meira að segja inn á einkamal.is og varð bæði vonsvikin og örlítið létt yfir að ég hafði ekki fengið svar frá dúddanum sem ég sendi um daginn. Ég væri alveg til í það, mig langar alveg í svarið, en mig langar ekkert meira með það.
Ég væri svo til í að vera gröð og til í að hitta einhvern og eiga ánægjulega stund saman. Ég væri alveg til í að hanga á netinu og daðra frá mér allt vit. Ég væri til í góðan leik með gömlum leikfélaga.... Mig bara langar það ekki.
En mig langar að langa það.
Ummæli
Farðu svo að sofa. Og kannski þarftu bara að fara í smá frí í nokkra daga, þar sem þú slakar vel á?