Stefnumót


Ég er að fara á stefnumót eftir tvo tíma. Það er ekki laust við smá fiðring og spennu í kellunni. 

Ég hef aldrei gert svona áður. Jú, ég hef alveg farið á stefnumót, en ekki með þessum hætti. 

Málið er að ég hitti góða konu á munchi á mánudaginn var, fyrir einum fimm dögum síðan.
Við ræddum um daginn og veginn og ég sagði henni meðal annars að þó ég væri ekki að leita, þá væri ég með augun opin fyrir álitlegum kúr- og lékfélaga. Hún sagði mér þá að hún vissi um einn sem hún héldi að gæti átt vel við mig. Hún sagði mér einhver deili á manninum og hann hljómaði bara vel.
Hún sendi honum strax skilaboð og sagði honum frá mér og hvernig hann kæmist í samband við mig. 
Á þriðjudag voru komin skilaboð frá honum. Á miðvikudag vorum við búin að ákveða að hittast núna um helgina. Á fimmtudag ákváðum við staðinn og á föstudag negldum við tímasetninguna. 

Við höfum eiginlega ekkert spjallað. Ekkert annað en ég sagði honum hvað ég væri að spá, honum leyst vel á það og við ákváðum að hittast til að skoða málin. Ég veit að hann er aðeins eldri en ég, á sumarbústað, og samkvæmt fetlife er hann vel vaxinn niður. Þar með er það eiginlega upp talið. Yfirleitt er ég búin að spjalla heillengi við gaurinn og mynda mér ákveðnar skoðanir á honum, og er oft strax farin að byggja upp væntingar og jafnvel fantasíur. Ekki í þetta skiptið. Núna renni ég blint í sjóinn. 

Þegar ég fór í sturtu áðan og gerði mig sæta, þá ákvað ég að reyna ekkert sérstaklega að ganga í augun á honum. Jú, ég rakaði alla staði sem maður ætti að raka, svona ef... Ég setti á mig maskara og valdi föt og skart af kostgæfni. Ég ákvað samt að vera bara ég. Ég ákvað líka að vera ekki of upptekin af því hvað honum finndist um mig, heldur vera meira að kanna hvernig mér litist á hann. 

Hvernig mér líst á hann, það kemur svo í ljós eftir tæpar tvær klukkustundir.

Ég skal svo segja ykkur allt um það. 

Ummæli

Vinsælar færslur