Stundum

Það kemur fyrir stundum, einstaka sinnum, í rauninni örsjaldan, að ég finn þetta tog. Það gerist svo til eðlislægt, það hellist yfir mig þrá og löngun að gefa mig viðkomandi. Viðkomandi hefur ef til vill þessa nærveru eða hefur eitthvað lag á orðunum sem hreinlega dáleiða mig. 

Það gerðist núna rétt í þessu. Ég fékk skilaboð inni á fetlife. Ég hef ekki mikið talað við þennan mann. Í rauninni eru þetta skilaboð númer fjögur frá honum. En hvernig hann lýsti sinni sýn á hlutina, hvernig hann sá sitt hlutverk sem drottnara, hvernig hann var áhugasamur um fyrirbærið sem við köllum BDSM, eigið eðli, almennt mannlegt eðli, og áherslan sem hann leggur á þann undirgefna. Það var eins og katnip á mig! Ég fann hvernig undirgefna hliðin mín var tilbúin að taka völdin, hvernig hún vildi gefa sig að þessum manni, hvernig vitundin og hugsanahátturinn breyttist. Mig klæjaði undan lönguninni. 

Á sama tíma streyttist hugurinn minn á móti. Ég hef verið á þessum stað áður, þar sem ég finn eitthvað svona sterkt innra með mér, þessa miklu löngun og þrá, þar sem viðkomandi hefði getað spilað með mig á alla kanta ef hann vildi. Hingað til hefur það bara leitt til vonbrigða og minna sárinda.
Ég hef staðið á hliðarlínunni og horft á viðkomandi nýta sér okkar spjall í að efla samband sitt við aðra, ég hef verið drauguð þar sem ég beið með hugann fullan af hugmyndum um spennandi tíma framundan, ég hef verið sett á stall sem undirgefin, og öllu fögru lofað, sem svo allt í einu snýst við og viðkomandi vill frekar vera undirgefinn mér. 

Ég stíg því varlega til jarðar. 

Sjáum hvað setur, tíminn einn mun leiða þetta í ljós.
 



Ummæli

Nafnlaus sagði…
Forvitni..

Er það algjört turnoff ef partner er master en vill stundum skipta hlutverkum?

Kveðja
ComputerSaysNo
Prinsessan sagði…
Góð spurning! Það þarf alls ekki að vera það. Ég hef átt mjög góð sambönd við skipta í gegnum tíðina, þar sem við skiptumst á að vera á toppnum.

Hinsvegar þegar gengið er út frá því að hann sé úber-dom, og öll samskipti hafa snúist um að hann dommi mig, þá er það mikið turn-off þegar hann vill allt í einu skipta 100% um hlutverk. Ekki skiptast á, heldur bara vera undirgefinn. Sem er það sem ég hef lent í.

Þetta snýst um að maður viti inn í hvað maður er að stíga.
Þú vilt ekki gera þér ferð í verslun sem auglýsir karlmannsföt, og komast svo að því að þetta sé í raun barnafataverslun. Auglýsingin sýnir kannski flottar gallabuxur sem þig langar í og vantar, en búðin selur svo bara samfellur og slefsmekki.

Vinsælar færslur