Typpamyndir


Ég hef aðeins verið að skoða fetlife. Ég hef ráfað um prófíla hér og þar, og datt áðan inn á prófíl hjá einum sem er nýr í kinkinu. Hann er með þrjár myndir af sér, þar af eru tvær af tippinu á honum. Textinn segir að hann sé nýr, og að hann sé með tippi sem er "grower" en ekki "shower". Það á sennilega að lofa góðu fyrir lesandann. Hann gefur það sterklega í skyn að fólk eigi að hafa samband við hann til að kynnast tippinu á honum. 

Allt í lagi, ef það virkar fyrir hann þá er það allt í góðu lagi. 

Ég virka ekki svona og ég skal játa að þegar ég dett inn á prófíla sem eru með typpamyndir af eigandum, þó það sé ekki nema ein, þá verð ég svolítið afhuga. Mér finnst það fráhrindandi. Kannski langar mig að limurinn komi á óvart, að hann sé ekki fyrir allra augum, og að maður þurfi að hafa fyrir því að sjá hann. Kannski má líkja þessi við innpökkuðu gjöfina; gjafir eru alls ekki jafn spennandi þegar þær koma óinnpakkaðar í glærum plastpoka. 

Svo hef ég oft velt þessu fyrir mér. Afhverju hafa menn þessa þörf fyrir að sýna liminn á sér við hvert tækifæri? Hvað liggur þar á bakvið?

Einusinni var ég með þá kenningu að þetta væri eins og feitar gellur á Tinder. Ég heyrði því fleigt fram að konur sem eru í þykkari kanntinum "ættu" að vera með mynd af sér á Tinder sem sýnir líkama þeirra. Þá kemur ekkert á óvart þegar þær svo hitta gæjana. Ég sel það ekki dýrara en einhver sagði í hlaðvarpi fyrir löngu síðan. 

Mín kenning var að þetta væri eins með tippin. Menn henda þeim þarna út til að ekkert komi svo á óvart þegar upp í rúm er komið. Konan veit þá við hverju hún á að búast þegar buxnaklaufinni er rennt niður. Þessi hegðun gæti þá verið sprottin út frá óöryggi og ótta við höfnun. Ef gaurinn er búinn að sýna á sér tippið, mun gellan ekki hafna honum þegar hún svo sér tippið í eigin persónu. 

Þessi kenning hefur ekki þótt líkleg hingað til. 
Ég heyrði svo nýja kenningu í gær, sem mér finnst mjög áhugaverð. 

Ástæðan á bak við tippamyndir er samsuða af tvennu: Annars vegar af því að sumir karlmenn örvast af því einu að sá kynfæri, og telja því að konur séu eins. Hinsvegar er það löngun þeirra til að metnir að verðleikum sem kynverur. 

Ég held að það sé meira til í þessari seinni kenningu.
En það sem ég les líka úr þessu er að karlmenn sem sýna óumbeðnir tippamyndir af sér átta sig ekki á því að konur örvast ekki á sama hátt og karlmenn. Þeir eiga jafnvel erfitt með að setja sig í spor annarra og mæta þörfum kvenna þar sem þær eru. 

Sem sagt: ég held bara áfram að sniðganga einstklinga sem eru með sýnilegar tippamyndir af sér. 

Ummæli

Vinsælar færslur