Stund milli stríða

Undanfarið hefur verið lægð yfir mér. Ekki þannig að ég eigi við vanlíðan og ömurlegheit, heldur líða dagarnir bara, einn af öðrum. 

Það er alveg gaman, en drifkraftinn vantar. Ég eyði orkunni minni í börnin og vinnuna. Ég finn ekki fyrir kynlöngun af neinu tagi. Ástarsögur á StoryTel fullnægja þörfum mínum fyrir drama og rómantík og kisan er ágætis kúrufélagi yfir imbanum. Öll leikföngin mín fá bara að safna ryki inni í skáp. Ég er lítið að horfa í kringum mig og fer sárasjaldan inn á fetlife eða stefnumótasíður og miðla. 

Í gær átti ég þó stund á milli stríða. Það helltist óvænt yfir mig gredda. Ég laumaði mér inn í herbergi og lokaði að mér, þó ég væri ein heima. Ég lagðist í rúmið og gekk hreint til verks. Strauka yfir píkuna og snerti hana á þann máta sem henni finnst svo gott. Hún vaknaði til lífsins og ekki á löngum tíma þá fékk ég fyrstu fullnæginguna í margar vikur.
Ég var samt ekki södd, og byrjaði fljótlega aftur. Á enn styttri tíma kom önnur, og svo önnur, og svo önnur.... Eftir fimm þá týndi ég tölunni. Loks þegar mér fannst þetta komið gott og hugsaði mér til hreyfings leit ég á klukkuna. Það voru liðnar 26 mínútur!

Heilar 26 frá því að ég lagðist upp í rúm. Það tekur mig yfirleitt heila eilífð að fá eina! Ég segi ekki að þetta sé met, vissulega hef ég átt svona fróunar-maraþon áður en það er mjög langt síðan. Þetta var mjög ljúft og ég óska að þetta gangi alltaf svona vel hjá mér. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er bara svindl.

Að klára meira en ársskammtinn minn á 26 mínútum.

Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur