Fyrstu kynni


--Þessi saga var fyrst birt 23. september 2012. Hún er sannsöguleg frá a-ö og þessi hittingur er alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá mér. --



Fyrstu kynni

Moi:
erum við að fara að hittast á eftir?

Nokkur einföld orð og ég er dauðstressuð yfir svarinu. Ég sendi honum sms í gærkvöldi en fékk ekkert svar, þannig að ég gerði ráð fyrir að hann væri hættur við. Þegar ég sá hann svo tengdann á msn þurfti ég að telja í mig kjark til að spyrja hann. Svarið kom um hæl.

Hann:
Já, lýst vel á þennan stað ;)

Jafn mikið og mér léttir við að lesa svarið finn ég kvíðann taka völdin. Ég átti að vera rökuð en þar sem ég hafði ekki heyrt frá honum til að staðfesta hittinginn hafði ég sleppt því til að sofa aðeins lengur í morgun.
Við höfðum kynnst á internetinu fyrir rétt rúmlega viku og spjallað mikið á þessum stutta tíma. Fljótlega ákváðum við að hittast næst þegar ég ætti leið í bæinn. Of fljótt myndu eflaust margir segja en mig langaði ekkert meira en að henda mér beint í djúpu laugina.
Við ákveðum að hittast kl. 3 og ætlum að hittast á ákveðnu kaffihúsi í ákveðnum verslunarkjarna. Allt í einu virðist tíminn vera hættur að líða. Ekki hjálpar það til að kennarinn í háskólanum er að fara yfir efni sem ég kann mjög vel. Svo ég sit og horfi út í loftið, full af kvíðablandinni tilhlökkun það sem eftir er af fyrirlestrinum.

Ég mæti mjög tímanlega, kaupi mér swiss mokka og sest við borð sem er bakatil. Þar ættum við að hafa næði til að spjalla. Ég er korteri fyrir tilsettan tíma, svo ég dreg bók upp úr töskunni og nota tímann til að lesa. Það er ágætis leið til að drepa tímann, maður getur þá gleymt sér í sögunni og þar með hvað tímanum líður. Af og til lít ég á klukkuna og finn spennuna magnast eftir því sem nær dregur þrjú. Þegar klukkan er orðin þrjú skima ég yfir staðinn eftir honum, þegar mér verður litið í áttina að dyrunum sé ég hann ganga í áttina að mér ákveðnum skrefum. Hann horfir beint á mig og ég finn fiðring fara um mig. Mér finnst eins og ég hafi verið staðin að verki. Ég grúfi mig ofaní bókina og sé hann út undan mér setjast. Ég loka bókinni og heilsa honum.

Það fyrsta sem ég tek eftir eru augun, glettin og staðföst og horfa fast á mig. Ég fæ mér sopa af kaffinu til að gera eitthvað. Við byrjum á venjulegu spjalli um allt og ekkert en fljótlega færist spjallið yfir á aðrar brautir. Ég sé að hann virðir mig fyrir sér og gjóar augunum niður á stór brjóstin mín. Ég verð hálf vandræðaleg undir staðföstu augnarráði hans og veit ekki alveg hvernig ég á að haga mér eða hvað ég eigi að segja.

Allt í einu spyr hann hvort við eigum ekki að labba smá. Ég jánka því og við röltum út úr kaffihúsinu. Á leiðinni út segir hann mér að stelpan á næsta borði hafi verið farin að veita okkur aðeins of mikla athygli. Ég hafði ekki einusinni tekið eftir því að það væri einhver á næsta borði, svo upptekin var ég af því sem fór fram á mínu eigin.

Ég fylgi honum niður tröppurnar að bílageymslunni. Hann gengur rakleitt inn á eitt klósettið í kjallaranum. Ég fylgi á eftir og hann lokar og læsir á eftir mér. Hann horfir á mig í smá stund og skipar mér svo að fara úr fötunum. Ég ber hátta mig fyrir framan hann og verður hugsað til þess að ég hafi ekki rakað mig í morgun. Ég er allt í senn æst, spennt, óörugg og kvíðin. Hann virðir mig fyrir sér. Ég vona það heitt að hann taki ekki eftir því að ég er órökuð.

Hann stríkur yfir brjóstin á mér og klípur í geirvörturnar. Hann veltir þeim á milli fingra sér, ákveðið og nokkuð fast en ekki svo að ég kveinki mér. Hann skipar mér að snúa mér við og virðir fyrir sér bakhlutann á mér. Hann stríkur laust yfir handleggina á mér og síðurnar og slær mig létt á rassinn.
Skellurinn vekur mig til meðvitundar og ég kemst ekki hjá því að hugsa að ef hann ákveður að rasskella mig þarna munu eflaust allir sem eiga leið hjá heyra það. Ég dreg andan léttar þegar hann síðan segir mér setjast á klósettið fyrir framan hann. Þegar ég er sest lít upp í augun á honum og veit ég hvað hann vill. Hann opnar buxnaklaufina og tekur út stinnan liminn. Það fyrsta sem ég tek eftir er hversu þykkur hann er. Hann býður mér að sjúga hann og ég tek hann upp í mig. Máta hann við munninn á mér.
Hann er vel munnfylli og kóngurinn er stór. Ég sýg hann rólega og prófa mig áfram á honum. Það er erfitt að láta tunguna leika við kónginn líkt og ég er vön að gera því hann tekur upp mest allt plássið í munninum á mér. Ég tek hann út úr mér og virði hann aðeins fyrir mér, máta hann í hendi, rúnka honum smá og tek hann svo aftur upp í mig. Ég finn takt sem hentar vel, þrýsti vörunum utanum hann og strokka hann með munninum á mér. Ég einbeiti mér sérstaklega að kónginum og nýt þess að finna það þegar hann rennur inn og út á milli vara minna. Hann sýnir engin viðbrögð en harður limurinn og salt bragðið af honum segir sitt. Hálfpartinn er ég að bíða eftir því að finna hendi hans í hárinu á mér og að hann stýri mér á limnum, en ekkert slíkt gerist. Smátt og smátt verð ég djarfari, tek hann lengra upp í mig og læt hann renna eins aftarlega og ég ræð við með góðu móti.

Allt í einu er rifið í hurðahúninn og ég verð meðvituð um það hvar við erum og hvað við erum að gera. Það kemur örlítið hik á mig en hann sýnir engin viðbrögð svo ég held áfram við iðju mína.
Ég kemst samt ekki hjá því að fylgjast með fótatakinu sem fjarlægist dyrnar og fer inn á næsta klósett við hliðina. Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé hreingerningakona sem muni svo bíða eftir því að akkúrat þetta klósett losni, svo hún geti þrifið það. Eftir smá stund heyri ég fótatakið fjarlægjast og róast niður aftur.

Eftir góða stund með lim hans á milli vara mér stoppar hann mig. Hann segir mér að standa upp og rétta sér brjóstahaldarann og nærbuxurnar mínar. Ég rétti honum hvort tveggja án umhugsunar. Hann horfir á mig glettinn og segir mér svo að klæða mig. Ég átta mig þá á því að ég muni ekki fá að vera í nærbuxum eða brjóstahaldara innanundir fötunum. Nærbuxurnar er mér nokk sama um en brjóstahaldarann ekki. Þar sem ég er með stór brjóst þarfnast ég stuðningsins af brjóstahaldaranum til að finna til öryggis. Það er mjög greinilegt sé ég ekki í brjóstahaldara og mér finnst það rosalega óþæginlegt að vera brjóstahaldaralaus á almanna færi.

Ég átta mig jafnframt á því að hann veit þetta, ég sagði honum það í spjallinu á netinu. Ég bölva honum í hljóði en er á sama tíma himinlifandi. Hann tekur eftir því sem ég segi og nýtir sér það og innst inni er það þetta sem ég vil, þrátt fyrir súran svipinn sem ég set upp.
Þegar ég er klædd réttir hann mér hvort tveggja nærbuxurnar og brjóstahaldarann og segir mér að setja það í töskuna. Ég var hálft í hvoru að vonast eftir því að hann tæki það í gíslingu en er samt mjög fegin að fá þetta aftur í mína vörslu. Þegar hvort tveggja er komið ofaní agnar litlu töskuna mína, sem virðist vera að springa undan innihaldinu opnar hann dyrnar og við förum fram.
Sem betur fer var enginn á ferli og ég er mjög meðvituð um stór brjóstin sem eru frjáls undan oki haldarans. Ég fylgi honum upp tröppurnar og út á bílastæði, meðvituð um fólkið sem við mætum og að bíllinn minn er á bílastæðinu hinum meginn við húsið.

“Er gaman?” spyr hann. Tilfinningarnar togast á í mér. Jú, það er gaman! Rosalega gaman, en ég vildi samt gjarnan vera í brjóstahaldaranum mínum svo fólk hætti að horfa á mig.

“Pínu..” segi ég en pínu nær enganveginn utanum um það. Ég held að hann viti það líka.

“Viltu meira?” spyr hann þá.

“Já...” segi ég sannleikanum samkvæmt.

“Hittu mig við kirkjugarðinn í Hafnarfirði.” segir hann þá.

Maginn í mér tekur kipp. Ég átti heima þar rétt hjá, vinir mínir eru í þessu hverfi og keyra þar framhjá örugglega á hverjum degi. Ég nýt mín botn með þessum manni en finnst engin ástæða til þess að fá spurningaflóð frá vinum mínum hafi ég sést með honum. Hvað þá ef þeim skildi detta í hug að heilsa upp á mig. Fyrir mér er þetta hættusvæði. Ég viðra þessa skoðun mína og hann brosir.

“Við ætlum ekkert að stoppa þar.”

Ég anda léttar og samþykki að hitta hann þar. Hann gengur í burtu og skilur mig eftir. Ég sný mér við og óska þess heitt og innilega að ég þurfi ekki að ganga í gegnum bygginguna svona brjóstahaldaralaus og berskjölduð til að komast að bílnum. Sem betur fer eru er ekki margir á ferli en ég get ekki að því gert að mér finnst allir horfa á mig. Það er ekki fyrr en ég er komin í öryggið í bílnum að ég anda léttar.

Á leiðinni inn í Hafnarfjörð næ ég að slaka aðeins á. Veðrið er gott, í útvarpinu er Reykjavík síðdegis að hefja daginn. Venjulegur dagur hjá venjulegu fólki. Hann er komin á undan mér, það kemur mér ekki á óvart, enda flýtti ég mér ekki á leiðinni og reyndi aðeins á ná mér niður.
Ég er samt rosalega spennt. Ég veit ekki hvað hann ætlar sér og tilhugsunin æsir mig. Ég er búin að sjá fyrir endalausa möguleika á því hvað hann gæti gert eða hvað hann myndi gera.

Ég legg bílnum og hann segir mér að koma inn í sinn bíl. Við segjum ekki margt á leiðinni en andrúmsloftið er afslappað og þæginlegt. Hann hefur virkilega góða nærveru og ég næ að slaka aðeins á. Hann keyrir sem leið liggur að hesthúsahverfinu, mér verður hugsað til þeirra sem ég þekki og eru með hross þarna. En í september er lítið um að fólk er með hross á húsi, svo það er harla ólíklegt að ég rekist á nokkurn. Ég legg augun aftur og nýt þess að finna sólina dansa á augnlokunum.
Hann tekur hægri beygju út af malbikinu. Án þess að þurfa að opna augun veit ég að við stefnum að Hvaleyrarvatni. Fallegt skógræktarsvæði og vinsælt útivistarsvæði Hafnfirðinga. Hann leggur á bílastæðinu við vatnið og fer út. Ég fer út líka og hann leggur af stað eftir göngustígnum. Ég tölti á eftir bölva hégómanum í mér að vera í háhæluðum skóm einmitt í dag. Skóbúnaðurinn hentar enganveginn til göngu á malarstíg. Ég veit samt fyrir víst að ég hefði aldrei mætt á fyrsta fund okkar í flatbotna skóm, enda gerði ég ekki ráð fyrir mikilli útivist.

Hann gengur á undan mér smá spöl og fer útaf stígnum. Ég stoppa þar á stígnum og horfi upp til hans í hlíðinni. Hann segir mér að koma. Ég sendi samúðarkveðju niður í fæturnar á mér og sérstaklega til skónna sem eru því síður gerðir til utanstígsbrölts en malarstígsarks. Hann gengur á undan mér aðeins upp í hlíðina og virðist finna staðinn sem hann leitar að. Ég geng að honum og hann segir mér að totta sig. Mér verður litið í kringum mig og átta mig á því að við erum frekar nálægt bæði göngustígnum og akveginum. Þaðan sem ég stend get ég séð stígin hlykkjast meðfram vatninu.

Hann horfir á mig og bíður eftir að ég fari niður á hann. Hann gefur mér merki með augunum og ég veit að ef ég vil leika verð ég að gera eins og hann segir mér. Ég sest á hækjur mér og hann losar um buxurnar þannig að ég hef gott aðgengi að limnum. Ég tek hann upp í mig og sýg hann ákveðið.
Ég gleymi mér í smástund við þessa iðju þangað til skórnir fara að meiða mig og fæturnir kvarta. Ég finn að ég verð blóðlaus í löppunum ef ég held þessu áfram mikið lengur. Ég lít upp til hans og spyr hvort ég megi standa upp. Hann jánkar því og segir að ég geti þá farið úr fötunum í leiðinni. Ég rýs á fætur og fæ aftur tilfinningu í fæturnar.

“Jæja, úr fötunum” segir hann.

Ég hika og reyni að malda í móinn. Mér er rosalega illa við að fara úr akkúrat hérna, stígurinn er rétt hjá og við sjáumst örugglega mjög vel frá honum. Sem betur fer er enginn á ferli en á góðviðrisdögum sem þessum er það bara tímaspursmál.

Hann stendur fast á sínu. Ég Á að fara úr fötunum. Á endanum gef ég eftir og klæði mig úr, en passa að hafa fötin við hendina. Ég spyr hvort ég eigi að fara úr skónum líka og hann jánkar því. Það kemur mér þæginlega á óvart að það er ekki óþæginlegt að vera berfætt í sinunni. Ég bjóst við að jörðin væri hörð og óþæginleg undir berum iljunum en hún er það ekki, heldur mjúk og eftirgefnaleg. Það er líka frekar hlýtt úti svo mér verður ekki kalt. Ég er aftur á móti óþæginlega meðvituð um nekt mína og hversu nálægt stígnum við erum.

Hann segir mér að halda áfram við að totta sig. Ég fer niður á hnéin og tek hann upp í mig. Hann hreyfir mjaðmirnar örlítið með hreyfingum mínum, ég læri fljótt inn á taktinn og tek vel á móti honum.
Ég heyri bíl nálgast og það slær mig út af laginu. Hann kemur nær og nær og mér finnst hann svo gott sem keyra upp að okkur. Ég hætti að totta hann og bið um að fá að fara í fötin aftur. Hann neitar því. Ég er alveg viss um að í bílnum sé göngufólk sem muni ganga fram á okkur. Ég bið hann aftur og ímynda mér að bíllinn stoppar skammt frá, allavega heyri ég ekki í honum lengur. Til að róa mig leggur hann til að við færum okkur lengra upp í skóginn. Ég tek því fegins hendi, en þegar við erum komin í hvarf frá göngustígnum blasir bílvegurinn við.

Mér finnst ég vera komin úr öskunni í eldinn. Ég stoppa við tré sem skýlir nekt minni. Hann vill fara aðeins lengra, en ég þori því ómögulega. Hann gengur þá að mér og bíður mér liminn að sjúga. Ég fer aftur niður á hnéin og tek til við að sjúga hann. Fljótlega heyri ég í öðrum bíl nálgast, ég hika og gleymi því að ég á að vera að sinna honum. Þessi bíll virðist koma enn nær en fyrri bíllinn. “Áfram” segir hann og ég tek til við að sjúga hann áfram en athyglin er ekki lengur á honum, heldur umhverfinu og bílnum sem fjarlægist óðum.

Ég átta mig á því að klukkan er rúmlega fjögur og hinn almenni starfsmaður hefur núna lokið vinnu sinni fyrir daginn og mun eflaust álíta það mjög góða hugmynd að fara í göngutúr í kringum vatnið. Ég finn hvernig spennan byggist upp í mér og ég vil ekkert meira en fara í fötin og komast í skjól inn í bíl. Ég lít upp og bið aftur um fötin mín, hann horfir niður á mig þar sem ég krýp nakin fyrir framan hann og neitar mér, enn einu sinni.
Ég finn kvíðann taka völdin og veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við.

“Þú mátt fara í fötin þegar ég er búin að fá það” segir hann þá.

Á vissan hátt verð ég fegin, ég sé fyrir endann og hann er fólginn í því að ég geri mitt. Ég tek liminn upp í mig af meiri ákefð en áður, með það markmið í huga að hann fái það sem fyrst. Hann tekur þessu vel og ég finn svo að hendur hans taka um höfuð mitt og stýra mér á limnum. Hann þrýstir sér á móti og í augnarblik gleymi ég stað og stund. Ekkert kemst að í huga mér en limurinn sem gengur inn og út úr munninum á mér. Hann sleppir mér og ég held taktinum áfram, tek hann djúpt upp í mig þannig að ég finn hann aftur í koki á mér. Ég held niðri í mér andanum á meðan ég strokka liminn ákveðið með munninum á mér, af og til losa ég takið til að ná andanum aftur, en aðeins til að halda áfram sömu iðju. Ég finn að hann er orðinn vel æstur, en veit ekki hversu langt hann á eftir. Hann tekur liminn í hendi sér og strokkar hann smá áður en hann býður mér hann enn einu sinni.

Ég heyri enn einn bílinn nálgast, en hunsa hann eftir bestu getu. Það er ekki fyrr en ég heyri að hann leggur á bílastæðinu og masandi fólk stígur út úr honum að ég leyfi honum að trufla mig og óttinn grípur mig. Ég er við það að fá taugaáfall þegar ég finn saltann vökvann streyma frá limnum.
Ég veit ekki hvað varð til þess að hann fékk það akkúrat þarna, hvort það var bara kominn tími á það, hvort það var spenningurinn yfir fólkinu sem var svo skammt frá okkur eða hvort hann hafi verið að halda í sér og gefið eftir þegar hann sá að við gætum eflaust ekki haldið áfram mikið lengur, en mikið er ég fegin.

Ég spyr hvort ég megi fara í fötin mín núna og loksins fæ ég jákvætt svar. Ég gríp fatahrúguna og finn bolinn í hvelli. Ég er ennþá á hnjánum í sinunni og reyni að láta fara eins lítið fyrir mér og get. Ég klæði mig hratt í bolinn og bisa við að fara í peysuna. Auðvitað tekst mér að flækja hana einhvernveginn og mér finnst líða heil eilífð áður en ég er komin almennilega í hana. Adrenalínið streymir um æðar mér og ég er orðin skjálfhent. Ég leiði hugann ekki að því að ég er ennþá brjóstahaldara og nærbuxnalaus.

Hann gengur frá mér nokkur skref og mér finnst ég vera algjörlega berskjölduð. Ég heyri í fólkinu nálgast og langar mest að kalla á hann og biðja hann að skýla mér, en veit að með því kalla ég líka á athygli fólksins. Ég þarf að standa upp til að koma mér í buxurnar og auðvitað gengur það ekki smurt fyrir sig. Mér fannst ég vera eilífð að komast í peysuna en er enn lengur að komast í buxurnar. 
Loksins þegar buxurnar eru komnar á sinn stað slaka ég örlítið á. Ég er ennþá dauðstressuð og er með hjartað í buxunum. Ég sest á jörðina og smeigi mér í sokkana og skóna og dreg andan nokkrum sinnum áður en ég rís á fætur. Hann stendur spölkorn frá og þegar hann sér að ég er fullklædd röltir hann niður á göngustíginn.

Ég er óstöðug á fótunum og skelf ennþá á beinunum. Þegar ég nálgast göngustígin gengur masandi fólkið framhjá. Það sér mig sem betur fer ekki. Þá sé ég annað par af göngufólki í fjarska á stígnum, það gengur í áttina frá okkur og hefur mjög sennilega gengið framhjá okkur nokkrum mínútum áður. Ég get ekki verið viss en þeirri hugsun lýst niður að ég hef sennilega verið nakin á hnánum með liminn hans upp í mér þegar þetta fólk fór framhjá og hefði eflaust getað séð okkur að verki hafi það litið í áttina að okkur.

Þegar ég kem niður á stíginn er ég aftur rosalega meðvituð um brjóstahaldaraleysi mitt og einnig að ég er í háhæluðum skóm. Það þarf engann snilling til að átta sig á því að við vorum þarna í öðrum erendagjörðum en að fara í hressandi göngutúr í fallegu umhverfi.

Við setjumst inn í bíl og hann keyrir sem leið liggur til baka að kirkjugarðinum. Hann leggur við hliðina á bílnum mínum og í smástund sitjum við bara saman í þæginlegri þögn. Ég veit ekki hvað hann er að hugsa eða hvert framhaldið verður. Ég tel í mig kjarkinn og spyr. Glettinn segir hann að hann gæti alveg teymt mig í gegnum Kringluna svona brjóstahaldarlausa. Tilhugsunin hræðir mig og ég fæ smá sting í magann en sem betur fer segir hann að hann ætli að láta þetta duga í bili.

Mig langar í meira, mig langar alltaf í meira, en á sama tíma er ég hálf fegin. Í bili sagði hann líka, það þýðir að það verði þá meira seinna og ég get látið mig hlakka til.

Hann stígur út úr bílnum og ég geri slíkt hið sama. Hann faðmar mig innilega og við kveðjumst. Hann sest síðan inn í sinn bíl, keyrir út af bílastæðinu og vinkar mér þegar hann fer framhjá. Ég legg af stað heim og fer yfir hittinginn í hugandum. 
Það eru ekki nema tveir tímar frá því ég beið taugaóstyrk í bakaríinu eftir honum. Ég er ennþá brjóstahaldara- og nærbuxnalaus og allt í einu verður mér það ljóst að við snertumst lítið sem ekkert, fyrir utan munnurinn á mér og tippið á honum. Ég finn ennþá salt bragðið í munninum á mér og brosi við minningunni sem er ennþá ljóslifandi í huga mér.

Ummæli

Vinsælar færslur