Tippamyndir

Ég veit, ég skrifa mikið um þær, en þessi færlsa er ekki hefðbundið typpamyndaröfl. Ég lofa!

Ég á vinkonu sem er engum lík. Hún er sú eina sem ég þekki sem segist æsast upp við að sjá typpamynd. Það er að segja ef að tippið er veglegt og fallegt. Hún hefur sagt mér að hún sé oft jafnvel til í að hitta menn bara af því að limurinn þeirra sé girnilegur. Ég er alveg alls ekki þar, þó ég kunni vel að meta stæðileg tippi.

Undanfarna daga hefur hún verið mikið á þörfinni og bauð til sín manni í gærkvöldi. Hún ætlaði sko að fá sér veglegan nýársdrátt. Hún fann sér mann á einkamál og hann sendi henni allskonar myndir, þar á meðal tvær typpamyndir og eftir smá spjall ákveður hún að slá til.

Sá sem mætir svo á svæðið er klárlega ekki 37 ára eins og fram kom í auglýsingunni. Þegar hún spyr hann um réttan aldur segist hann verða 46 ára á árinu. Vinkona mín segist samt vera nokkuð viss um að hann sé í rauninni mun eldri en það.
Með fyrirheit um langan og sveran lim og góðan drátt framundan þá horfir hún framhjá þessari helberu lygi hans. Nema hvað, þegar hitnar í kolunum og hún rennir höndinni ofaní buxurnar hans finnur hún strax að hún hefur verið svikin. Limurinn í buxunum hans var alls ekki sá sami og á myndunum. Á meðan myndirnar voru af stæðilegum, fremur sverum og löngum lim með rökuðum og stinnum pung þá var limurinn sem var í buxunum hans órakaður og hvorki sver né mjög langur og pungurinn frekar slappur. 
Til að kóróna kvöldið þá fékk dúddinn það strax í forleiknum og lét sig hverfa fljótlega á eftir. Hversu svekkjandi er það?

Hún sýndi mér typpamyndirnar sem hann sendi henni og ég tók eftir því að þetta var ekki einusinni sami limurinn á báðum myndunum. 

Ég er alveg fullkomlega gáttuð! Að senda annarra manna typpamyndir og halda að það fattist ekki? Þetta er eins og ég myndi senda myndir af annarra kvenna brjóstum og halda að maðurinn sjái ekki muninn. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hvernig ætli neytandeftirlitið bregðist við erindi um slík vörusvik.


Kveðja
ComputerSaysNo

Vinsælar færslur