Endurkoma til læknis

Á morgun á ég að mæta aftur til sadista-læknissins sem ég sagði ykkur frá í þessari færslu. 

Ef satt best skal segja þá hef ég hlakkað svolítið til. Það átti sér jú stað einhver undarleg dýnamík síðast sem kitlaði mig svolítið. 

Í gær byrjaði ég svo á túr. Ég skal segja ykkur að mér fannst það ekki skemmtilegt, ég hefði helst vilja mæta á svæðið til hans í kringum egglos. 

Afhverju? Af því að margar rannsóknir hafa bent til þess að körlum finnist konur vera kynþokkafyllri í kringum egglos. Eins verða örlitlar breytingar á andlitli þeirra sem höfða til karlmanna. Línurnar verða einhvernveginn mýkri og það hleypur meiri roði í kinnarnar. Samt eru þessar breytingar það litlar að við tökum ekki eftir þeim þegar við lítum í spegil. Þær hafa hinsvegar samt sín áhrif, en það er allt ómeðvitað auðvitað.
Og já, mig langaði að koma vel fyrir og vera kannski svolítið girnileg í hans augum. Ég hef gaman af öllu svona löguðu, það er smá krydd í tilveruna. 

Ég verð samt akkúrat á öndverðu meiði þegar ég mæti til hans. Verkjuð, þrútin og lítil í mér, og allt mjög meðvitað. Ekki sjálfsörugga kynþokkafulla gyðjan sem ég hefði viljað vera.  

Svekkjandi! 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Svo færðu bara tíma hjá honum, þegar betur stendur á....

Vinsælar færslur