Ekkert að frétta

Það er ekkert að frétta af mér. Það er ekkert krassandi að gerast í lífi mínu og þeir fáu aðilar sem ég hef reynt við á einhvern hátt hafa annað hvort ekki svarað mér til að byrja með eða gufað upp. Ég er farin að halda að það sé vond lykt af mér, sem á einhvern stórfurðulegan hátt finnist í gegnum internetið. 

Það er maður hérna í nágrenninu. Hann er svona einstaklingur sem maður tekur eftir, svo ég hafði alveg tekið eftir honum á förnum vegi. Ég hafði líka tekið eftir honum á Tinder og um daginn var hann í kaffi hjá kunningjakonu minni þegar ég kom askvaðandi þangað inn. Við áttum nokkur orðaskipti og það var ekki laust við að vera smá daður í loftinu. Síðan þá hefur hann verið  mér hugleikinn og ég velti því fyrir mér hvort ég hafi verið of fljót á mér að henda honum til vinstri á Tinder. 

Ég hef leikið mér talsvert með hugmyndina um hann. Ég hef mátað sjálfa mig í fangið á honum, hugsað um það hvernig væri að halda í höndina á honum úti að labba, eða finna hendur hans fara um líkama minn. Ég hef meira að segja velt því fyrir mér hvernig væri að hafa hann með andlitið á milli fóta mér, og hvort hann sé limastór og ákveðinn elskhugi. Vangavelturnar hafa orðið það svæsnar að ég hef orðið hálf kjánaleg þegar við mætumst í bílum á vegum úti. (Já, auðvitað veit ég hvernig bíl hann keyrir.)

Nema hvað, svo hætti ég að sjá hann á Tinder. Ég hugsaði með mér að hann væri eflaust upptekinn maður sem mætti ekki vera að því að svæpa hægri vinstri. 
Síðan tilkynnti vinkona mín mér að hún hafi séð hann á Tinder á sama tíma og ég hafði ekki séð hann á Tinder mjög lengi. 

Ég komst að þeirri niðurstöðu að hann hlyti að hafa blokkað mig. 

En afhverju? 

Eftir miklar bollaleggingar komu nokkrar ástæður til greina. 

-Kannski vill hann ekki eltast við einhverja úr nærumhverfinu. 
-Kannski hefur hann svæpað til hægri á mig, á sama tíma og ég hef ekki gert það við hann. Hann heftur því ákveðið að spara sér svekkelsið og blokkað mig, frekar en að ég sé að dúkka upp reglulega hjá honum. 
-Kannski er hann hrifinn, en villl ekki útsetja sig fyrir tilfinningarússíbananum sem fylgir því að daðra við fólk sem maður er hrifinn af. 
-Kannski er hann var einfaldlega ekki að fíla mig.
-Kannski vill hann ekki að ég viti að hann sé á Tinder, því honum finnst það lummó, og vill frekar að við hittumst oftar í kaffi hjá þessari kunningjakonu og á förnum vegi.... 
-Kannski finnst honum ég vera ömurleg mamma með hávær og illa uppalin börn, sem hann er ekki tilbúinn að umgangast (ef hlutir gengu það langt). 

Við munum sennilega aldrei komast að hinu sanna, því ég er ekki að fara að hnippa í kauða og spyrja hann hvort og þá af hverju hann hafi blokkað mig á Tinder. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Lífið fer upp og niður. Ef marka má póstinn er það aðeins niður núna en treystu mér það fer aftur upp og þú hittir einhvern sem vill leika við þig og veitir þér gleði ást og umhyggju(það er eina sem við viljum ). Annars vil ég þakka þér fyrir að halda úti þetta blogg. Mjög skemmtilegt að komast í þennan BDSM heim frá þessum vinkil en maður hefur oft ætlað að skella sér á munch en hætt við. Það er gaman að lesa sögurnar og fá að kíkja aðeins inn í hugsanir þínar.
Þarf eiginlega að vera tengil þar sem maður getur sent þér spurningar um hitt og þetta :)

Gangi þér vel stelpa

P.s Er sjálfur 40 ára KK sem elskar kynlíf, kúr, íþróttir kvikmyndir, útlönd og að njóta lífsins.(ekki einhver 12 ára eða 80 ára perrakall, svo að því sé haldið til haga)
Nafnlaus sagði…
Here it goes. Ég kann ekkert á Tinder eða stefnumótaleikinn. Ég veit samt hvernig kynbræður mínir hugsa. Hann er kannski búinn að blokka þig, kannski ekki. Hann mun pottþétt hrífast af framhleypninni í þér ef þú talar við hann, segist finnast hann áhugaverður eða hvað sem er. Ef hann er eins og 99% af okkur, semi-bældur og óframfærinn, þá mun hann kannski grípa þig fegins hendi. Eða kannski ekki. Hvort heldur sem er, þá er frábært að báðir aðilar eru á sömu blaðsíðunni. Gangi þér vel, hvort heldur sem þú þiggur ráð mín eða ekki.
Prinsessan sagði…
Ég kann að meta allar athugasemdir og þau orðaskipti sem eiga sér stað í kjölfarið.

Það má nota athugasemdakerfið til að koma með spurningar, oft hafa þær endað sem bloggfærsla í kjölfarið, og þínar spurninga gagnast þá öðrum líka.
Annars var ég lengi með perra-netfangið sýnilegt hérna, en það er perrastelpa69@hotmail.com. Það má senda spurningar þangað, en ég sé þær þá bara seint og síðar meir, þar sem ég kíki þangað inn ca tvisvar á ári.

12 ára, 40 ára eða 80, hvað lesendur varðar er ég ekki með aldursfordóma. Vonandi getur sá 12 ára lært eitthvað, og jafnvel þeir eldri líka.

Vinsælar færslur