Nýr prófíll

Mig langar mikið í leikfélaga þessa dagana. Það er ekkert leyndarmál. Ég gekk meira að segja svo langt í þeim efnum að búa mér til nýjan prófíl á einu af stefnumótaapparötum landsins og óska eftir einum slíkum. Skellti með mynd sem sýndi áhuga minn á kinki án þess að sýna mig samt. Svo beið ég eftir viðbrögðum.

Ég þurfti ekki að bíða lengi eftir því að innhólfið mitt fylltist af skilaboðum. 

Það voru þessi venjulegu "Hæ, viltu einn ungann?" Svo voru nokkur frá blíðum og góðum mönnum sem þýðir í raun að þeir eru eldri, og miklu eldri en ég. Eins fékk ég sendar nokkrar fantasíur um hvað þeir myndu gera við mig. Svo voru nokkrir sem sögðust alveg geta riðið mér fast og harkalega og kannski togað eitthvað í hárið á mér og tuskað mig smá til fyrst ég vildi endilega eitthvað BDSM, væri það ekki alveg nóg? 

Ég fékk skilaboð frá einum 78 ára gömlum manni og öðrum 21 árs. Alltaf er líka hellingur af skilaboðum frá mönnum sem eru 10-15 árum eldri en ég. Þetta virðist vera óháð mínum aldri, margir menn virðast bara sækja í konur sem eru 10-15 árum yngri. 

En ótrúlegt en satt þá voru inni á milli skilaboð sem vit var í. Fleiri en ein og fleiri en tvö. Eiginlega fleiri en ég gerði ráð fyrir að fá.
Nú velti ég því fyrir mér hvort það sé aldurinn og þroskinn á mönnum, að þeir séu búnir að fatta BDSM áhugann og vilji iðka það, eða hvort það sé vitundavakningin sem hefur átt sér stað undanfarið, sem liggur þarna að baki? Kannski allt í bland? 

Allavega, fljótlega var ég búin að samþykkja að hitta einn við fyrsta tækifæri. Eftir þokkalegt spjall og myndaskiptingar fórum við að ræða hittinginn. Þegar ég sendi honum mínar hugmyndir, mörk og annað sem hann þyrfti að vita þá gufaði hann upp. 

Síðan fór ég að plana hitting með öðrum sem höfðaði vel til mín. Heitar fantasíur flugu um loftið en þegar hann sagðist ekki geta tekið á móti mér heima hjá sér fóru allar viðvörunarbjöllurnar í gang í hausnum á mér. Hann nefnilega gleymdi alveg að segja mér að hann ætti konu, sem ekkert vissi og væri án efa ekki hrifin af því að kallinn hennar væri að plana hitting með öðrum konum. Þar með varð ekkert meira úr því. 

Ég spjallaði líka við einn sem er nokkru yngri en ég, en samt mjög skemmtilegur og kveikti strax svolítið í mér. Ég ákvað með sjálfri mér að hitta hann og skemmta mér með honunm um leið og færi gæfist. En eftir að hann fékk senda mynd frá mér þá hefur ekki heyrst múkk í honum. Hann sá ekki einusinni sóma sinn í að senda mér mynd á móti! 

Einn varð sármóðgaður út í mig og sakaði mig um aldursfordóma og hroka, þar sem ég var ekki sátt við það hvernig hann talaði um öryrkja á þessu stefnumótaaparati, sem voru greinilega langt fyrir neðan hans virðingu, og því ég gat ekki hugsað mér að eiga lífsförunaut á hans aldri. Ég sagði honum að ég sæi sjálfa mig ekki fyrir mér 65 ára með 80 ára gömlum manni. Séu það aldursfordómar, þá verður bara að hafa það. 

Ennþá eru nokkrir álitlegir sem ég er að spjalla við en þeim fækkar óðum. Ef satt best skal segja þá velti ég því fyrir mér hvort það sé þess virði að standa í þessu. 

Stóri svarti dildóinn minn gefur mér góðar og djúpar fullnægingar þegar ég þarf á því að halda, kannski ég láti það bara duga?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aldrei að gefast upp. Stundum finnir maður það sem maður er að leita af, stundum fær maður bara rusl en við og við þá finnur maður það sem maður þarfnast.

Svarti dildóin er örugglega traustur félagi en kemur líklega ekki í staðinn fyrir mannleg samskipti eða ég efast um að hann kúri hjá þér eftir kynlífið ;)

Vinsælar færslur