Af engum getnaðarvörnum

Auðvitað kom heil barnavika á milli þess sem við sváfum fyrst saman þangað til ég hitti elskhugann aftur. Þegar ég hugsaði til þessarar nóttar saman þá fékk ég sæluhroll og fiðring um vissa staði. Það var unaðslegt. Það þarf engan að undra að hugur minn var meira og minna uppfullur af honum, snertingum hans, atlotum, tungufimi og þessum lim sem mig langaði svo að finna fyrir. 

Við spjölluðum svolítið þessa viku sem leið á milli hittinga, nýja brumið einkenndi samskiptin og óöryggið sem fylgir þessum fyrstu skrefum. Hvað má maður og hvað ekki? Hvernig bregst hann við ef ég segi eða geri eitthvað? Hvað ætli honum finnist um mig? Ætli hann sé jafn hrifinn og ég? 

Þegar barnavikan var loksins búin þá bauð hann mér í heimsókn strax um kvöldið. Ég sagði eins og satt var að ég myndi ekki hafa viljastyrkinn til að koma mér heim ef ég myndi kíkja til hans. Hann var ekkert að fara hægt í sakirnar og sagði ég mætti alveg gista. Ég er ein af þeim sem get staðist allt nema freistingar, svo leið mín lá heim til hans þegar ég var búin að vinna um kvöldið. Hann tók mér opnum örmum og fljótlega vorum við komin upp í rúm. 

Sem fyrr voru það dásamlegir kossar, unaðslegar snertingar, ástríður og hrein og tær gredda sem fyllti andrúmsloftið. Mig langaði í hann á alla vegu og eftir atlot sem ætluðu að trylla mig úr greddu gaf skynsemin sig og ég bað hann hreinlega að ríða mér. Andstutt sagði ég við hann að ég myndi fara í apótek daginn eftir, en núna vildi ég bara hann! Hann var ekkert að tvínóna við hlutina og áður en ég vissi af lá ég undir honum og unaðsbylgjur fóru um mig þegar ég loksins fann lim hans renna inn í mig. Ég stundi af nautn og fannst atlot okkar fullkomnuð þarna um nóttina. 

Daginn eftir fór ég svo í apótek og bað skömmustuleg um neyðarpilluna. Lyfjafræðingurinn útskýrði fyrir mér hvernig hún virkaði og að aukaverkanir væru meðal annars ógleði og uppköst og ef það myndi gerast þá þyrfti ég að taka aðra. 

Á heimleiðinni hringdi ég í vinkonu mína sem sagði farir sínar ekki sléttar hvað varðar neyðarpilluna, hún fékk það frá lækni að hún ætti að taka tvær, en lyfjafræðingur hafi neitað að selja henni tvær. Sagan endaði ekki vel, þar sem hún varð ólétt þrátt fyrir að hafa tekið pilluna og kaus svo að fara í fóstureyðingu. Ég vildi ekki fara í þann pakka, svo ég fór daginn eftir í annað apótek og keypti aðra. Næstu daga beið ég eftir því að byrja á blæðingum svo ég gæti verið handviss um að neyðarpillan hafi gert sitt gagn. Það var ekki fyrr en 10 dögum seinna að ég fékk þá staðfestingu, og mikið varð ég fegin. 

Ég hét sjálfri mér því að vanda mig meira næst og ekki láta gredduna ná yfirhöndinni. 

Hettan ætti samt að fara að koma hvað úr hverju.... ég get eiginlega ekki beðið. 

Ummæli

Vinsælar færslur