Hettan

Hettan er svo sannarlega til!
Þær eru samt ekki á hverju strái og ég þurfti aðeins að hafa fyrir því að finna hana. Þessi týpa heitir caya, hönnum fyrir konur af konum og fæst á Íslandi. Þetta er allt ferlega fínt og flott, og ein slík er einmitt á leiðinni til mín í pósti. Ég er spennt ef satt best skal segja. Ég held nú eiginlega að hérna sé greddan að tala. 

Hettan er samt langt frá því að vera fullkomin, en hefur marga kosti. 

Kostir:
  • Hormónalaus getnaðarvörn sem maður grípur í þegar á þarf að halda. 
  • Maður finnur húð-við-húð snertingu limsins inni í sér (fyrir þau sem það fíla).
  • Endurnýtanleg. Ein hetta endist í cirka tvö ár með reglulegri notkun.

Gallar:

  • Er bara 88% örugg með réttri notkun. Á meðan smokkurinn er mun meira og hormónagetnaðarvarnir eru nánast 100%. Þannig að maður þarf líka að fylgjast með. 
  • Það þarf að nota sæðisdrepandi gel með henni. Þá er það eitthvað sem maður þarf að eiga alltaf til. 
  • Hún er dýr að mínu mati. Með geli, sendingarkostnaði og öllu þá borgaði ég rúmar 15.000 kr. fyrir. Kannski er hún hagstæðari en smokkar til lengri tíma litið en þetta er smá kostnaður. 

Svo er bara að bíða og sjá hvernig hún reynist. 

Ummæli

Vinsælar færslur