Hárafar

Draumaprinsinn, þessi með stóra D-inu, er mikill unnandi náttúrunnar og þess sem telst náttúrulegt. 

Fyrstu nóttina okkar saman þá var ég nýrökuð og fín, að eigin mati. Nóttin var unaðsleg í alla staði, og allt sem kom í framhaldinu. 

Nema hvað, fljótlega segir hann mér að ég þurfi ekki að raka mig hans vegna og að hann fíli í rauninni loðnar píkur. Þetta var svolítið nýtt fyrir mér, en undirgefna hliðin í mér, þessi sem alltaf vill þóknast, fannst ekkert sjálfsagðara en að hætta öllum rakstri þegar í stað. Sem og ég gerði. Ég skal samt játa það að ég vil ekki vera of loðin á börmunum, þannig að reglulega tek ég skæri og snyrti runnann svolítið. 

Nokkru eftir að ég byrjaði að safna hári sunnan heiða þá fór ég í sund. Mér varð litið á hinar konurnar í klefanum, hver með sinn stílinn og flestar þeirra vel snyrtar eða rakaðar. Ég var klárlega í minnihlutahóp.
Og vitið þið hvað? Ég var stolt af því. Ég var ákaflega stolt af fallegu og loðnu píkunni minni. Ekki af því að ég skæri  mig úr, heldur af því að píkan mín var fullkomlega eins og Draumaprinsinn vildi hafa hana. 

Ég áttaði mig á því þá og þegar að ég þurfti ekki viðurkenningu frá neinum öðrum en bara honum. Og það var dásamlega og frelsandi tilfinning. 

Ummæli

Vinsælar færslur