Hressilega skilyrt

Ég veit ekki hvort þið þekkið sálfræðihugtakið skilyrðing. En ein gerð af skilyrðingum er þannig að við bregðumst líkamlega við einhverju sem ætti ekki að kalla fram þau viðbrögð. Þekktasta dæmið er þegar lífeðlisfræðingurinn Ivan Pavlov fékk hunda til að fara að slefa við að heyra í bjöllu eða sjá ljós. Hundarnir voru búnir að tengja hljóðið og ljósið við að fá mat, og þegar þeir heyrðu í bjöllunni brugðust þeir við á sama hátt og að þeir væru að fá mat. 

Einhverjum hefur tekist að skilyrða fullnægingar við orð, þannig að þegar orðið er sagt þá fær viðkomandi fullnægingu. Ég hef ekki verið svo heppin, enda fæ ég það ekki auðveldlega á góðum degi, og að geta fengið það er fyrsta skrefið í þeim fasa. 

Það þýðir samt ekki að ég geti ekki orðið skilyrt að öðru leiti. 

Ég tók nefnilega eftir því um daginn þegar ég var að hugsa um að hringja í Draumaprinsinn að líkami minn tók við sér, ég fékk fiðring í klofið og á augabragði var ég orðin gröð. Nota bene, þá var hugmyndin ekki að heyra í honum í kynferðislegum tilgangi, heldur bara að heyra í honum. 

Eftir allt þetta kynlíf sem við höfum stundað virðist líkami minn vera búinn að tengja kynferðislega örvun, unað og útrás við svo lítið sem samskipti við hann, eða bara hugsunina um hann. 

Ég er alveg hryllilega gröð í hann.  

Ummæli

Vinsælar færslur