Brak og brestir

Þegar Draumaprinsinn kom reglulega í heimsókn til mín þá fékk rúmið mitt aldeilis að kenna á því. Stundum hélt ég að það væri að liðast í sundur undan atlotunum, og hávaðinn í því var eftir því.
Allir í húsinu hafa fengið það beint í æð að eitthvað gott væri að eiga sér stað í svefnherberginu mínu. Það kom meira að segja fyrir að brakið í rúminu var það mikið að það truflaði stemminguna hjá mér. 

Eftir að við Draumaprinsinn fórum að hittast þá tók ég eftir því að taktfastir dynkir fóru að heyrast af efri hæðinni. Eitthvað sem ég hafði ekki orðið vör við áður. Ef ég lagði vel við hlustir gat ég heyrt eina og eina stunu, svo það var greinilega tekið vel á því í svefnherberginu á þeim bænum. Þessir nágrannar mínir hafa búið á efri hæðinni í rúmlega ár og hingað til hefur ekki heyrst múkk í þeim. 

Ég er að ímynda mér það að lætin í mínu rúmi geri það að verkum að þau leyfi sér meira og sleppi fram af sér beislinu. Ekki ætla ég að spyrja þau að því, en ég ætla að vera ánægð með sjálfa mig fyrir að vera hvatning fyrir aðra í sínum bólförum! 

Ummæli

Vinsælar færslur