Morgunfróun

Þennan morgun áttum við Draumaprinsinn notalega stund í rúminu hans áður en dagurinn byrjaði. Kossar, strokur, fitl, munnmök og allskonar skemmtilegheit einkenndu morguninn á milli þess sem vekjaraklukkan lét vita hvað tímanum leið. Aldrei slíku vant átti ég að mæta til vinnu á undan honum.
Það var þræl erfitt að slíta mig frá honum til að koma mér af stað en það hafðist. 

Ég klæddi mig, fór inn á bað að hafa mig til og þegar ég stóð í forstofunni heyrði ég í honum.
Hann var enn að, einn með sjálfum sér. Það að heyra svona til hans kveikti svakalega í mér. Ég staldraði við til að hlusta. Ég var eiginlega svo heilluð að ég gat mig ekki hrært.
Ég heyrði hvernig hann strokkaði liminn, hratt og ákveðið. Ég heyrði andardráttinn hans og einstaka stunu sem undirstrikuðu kynferðislegu spennuna sem lá í loftinu. Ég heyrði hvernig hann nálgaðist fullnæginguna á því hvernig hljóðin breyttust og urðu ákafari. Ég heyrði svo þegar fullnægingin skók hann og unaðsstuna heyrðist um íbúðina. 

Sjálf var ég orðin sjóðandi gröð þegar ég svo opnaði dyrnar og hélt út í daginn. 

Það var líka mikið sem ég hlakkaði til að eiga stund með honum strax um kvöldið. 

Ummæli

Vinsælar færslur