Af kórstjóranum
Eins og þið vitið þá finnst mér kórstjórinn minn frekar sætur. Hann er það! Hann er líka hæfileikaríkur, jákvæður, sí brosandi og mjög ástríðufullur fyrir sínu starfi. Hann hefur unun af því að fræða kórinn um það sem hann er að læra og þessi áhugi er bráð smitandi.
Ef ég væri nokkrum árum yngri væri ég bálskotin í honum. Núna er ég bara skotin í honum, og það úr fjarska. Enda er hann það mikið yngri en ég að það væri ekki viðeigandi að reyna við hann. Ég dáist samt að honum, hann er svo brosmildur, ljúfur og almennilegur, en á sama tíma veit hann hvað hann vill fá frá kórnum sínum. Hann getur verið strangur og kröfuharður og minnir mann á að þó að hann sé yngri en flestir í hópnum, þá er það samt hann sem stýrir ferðinni. Var ég búin að segja hæfileikaríkur og ástríðufullur? Það er fátt sem er meira aðlaðandi en einstaklingur sem hefur hæfileika og ástríðu fyrir einhverju og vill deila því með manni.Ég fylgdist með honum um daginn og tók eftir því hvernig ástríða hans fyrir tónlist skein í gegn. Mér varð hugsað til þess að á einhverjum tímapunkti þá mun hann verða skotinn í einhverri eða einhverjum og ef heppnin er með honum verður það gagnkvæmt. Ég hugsaði að sú heppna myndi fá alla hans ást og ástríður hans myndu beinast að henni. Ég hugsaði líka að framtíðar maki hans væri ákaflega heppinn, ef hann sýndi henni sama áhuga og hann sýnir tónlistinni. Hann myndi án efa hlusta af athygli, vilja læra meira um hana og læra inn á hana, og gera margt bara til að gleðja hana.
Á margan hátt minnir hann mig á fyrsta kærasta minn. Hann hafði þessa miklu ástríðu fyrir áhugamáli sínu, sem hann síðar gerði að atvinnu sinni. Hann sýndi mér þessa ástríðu, talaði við mig tímunum saman um hugarefni sín og ég heillaðist að öllu sem hann sagði. Mér fannst ekkert betra en vera böðið í athygli frá honum. Það sem ég var hrifin af honum! Ég hef aldrei aftur upplifað jafn sterkar tilfinningar í sambandi við hitt kynið. Enda var hann fyrsta ástin mín og allt það.
Þetta voru því ljúfsárar hugsanir þar sem ég fylgdist með kórstjóranum mínum unga á æfingunni. Hann brosti og hló þegar einhver sagði eitthvað fyndið og virtist hafa hafsjó af þolinmæði og þrautseigju. Allt eiginleikar sem væru frábærir í kærasta.
Allt þetta sem einhver önnur en ég myndi fá.
Það hefur líka alveg hvarflað að mér hversu frábær leikfélagi hann væri ef hann væri kinky....
Ummæli