Ein stressuð
Ég sat í bílnum og velti því fyrir mér hvort ég hafði ekki örugglega tekið allt með sem ég þurfti. Jú, ég hélt að ég hefði engu gleymt. En skildi ég verða nógu tímanlega út á völl, þrátt fyrir að þurfa að stoppa á einum stað í leiðinni? Ég vonaði það, og fannst svolítið óþægilegt að vita til þess að sum hinna væru þegar komin út á völl. Ég var vægast sagt stressuð, enda hafði ég ekki farið til útlanda síðan fyrir covid.
Á sama tíma og ég var að farast úr stressði þá ólgaði í mér gredda. Svakaleg gredda! Píkan mín lét sannarlega vita af sér og hana langaði í athygli. Hvernig athygli sem var. Hún vildi vera snert. Hún vildi vera sleikt. Hún vildi fá eitthvað inn í sig. Hún vildi að sér væri riðið. Brjóstin á mér tóku undir og hvísluðu að þau vildu líka fá athygli. Þau vildu vera snert líka. Jafnvel að það yrði klipið í þau svolítið og leikið með þau. Hugsanirnar mínar þutu á milli þess að hugsa um fyrirhugað ferðalag, og svæsinna fantasía, eða einfaldlega löngunar í að vera tekin vel og vandlega.
Ég velti því fyrir mér hvort að stressið gæti kveikt í þessari greddu hjá mér. Ég hafði ekki verið svona gröð áður en ég lagði af stað og stressið helltist yfir mig. Í rauninni var ég búin að vera í svolítilli kynferðislegri lægð áður en ég fór í þessa ferð. Eins þegar ég var mætt á völlinn, alveg tímanlega og allt, þá plagaði hvorki stressið né greddan mig. Svo það eru vísbendingar sem benda til þess að stress af þessu tagi veki upp hjá mér þessa óstjórnlegu greddu. Ætli það sé ein leið heilans til að leiða hugann frá stressinu og því sem er að valda því, og þannig draga úr því?
Pæling...
Ummæli