Einfaldara líf?

Stundum vildi ég að ég væri einfaldari. 

Að það dygði mér að finna viljugan kropp til að draga í bólið, en ekki að ég þurfi þessa tengingu við viðkomandi til að yfir höfuð langa að skoða möguleikann á kynlífi. 

Að ég gæti skellt mér á djammið og dregið einhvern með mér heim. Mig hryllir við tilhugsuninni, en á sama tíma langar mig að gefa mig á vald kynferðislegrar nautnar með annarri manneskju. 

Að ég gæti svæpað einhvern til hægri á Tinder og verið til í að hoppa upp í rúm með viðkomandi út frá myndinni einni saman, en ekki að ég þurfi að komast að því að það sé heil brú í höfðinu á viðkomandi áður en hugmyndir um rúmfræði verða til. 

Að ég væri til í að gefa afslátt á spjallinu til að fá mitt, en ekki verða algjörlega afhuga viðkomandi þegar það kemur í ljós að hann er varla viðræðuhæfur.

Stundum vildi ég að ég væri ekki demi-sexual, heldur bara venjulega-sexual og til í tuskið með svo til hverjum sem er, hvenær sem þörfin kemur yfir mig. 

Ummæli

Vinsælar færslur