Einhver af einkamál
Í gærkvöldi gerði ég eitt sem ég geri aldrei. Það sem hefur aldrei gerst áður getur alltaf gerst aftur.
Ég var búin að vera að spjalla við einn á einkamál. Hann hljómaði bara nokkuð vel. Samtalið snérist fyrst og síðast um kynlíf, og það lá í loftinu að samskiptin okkar yrðu helst á þeim nótum.
Eftir langan vinnudag fór ég beint heim til hans. Það geri ég nefnilega aldrei. Ég vil hitta menn á opinberum stað til að byrja með. Þá fær maður tækifæri til að meta viðkomandi og fá almennilega tilfinningu fyrir honum áður en maður hoppar upp í rúm. Ekki í þetta skiptið. Ég bankaði uppá heima hjá honum og dyrnar opnuðu sterklegur og hress maður.
Strax á fyrstu metrunum runnu þó á mig tvær grímur. Það var eitthvað við hann sem höfðaði ekki til mín.
Við settumst samt í sófann hjá honum og spjölluðum svolítið um daginn og veginn. Hann var klár, þokkalega snyrtilegur og virtist hafa lífið á hreinu. Hann hafði samt ýmsa takta sem ég var ekki að fíla. Þrátt fyrir það velti ég því fyrir mér hvort ég gæti í eigingirni og greddu hunsað allt það sem plagaði mig við hann og látið slag standa. Þegar á leið varð ég samt vissari í minni sök að mig langaði ekki að sofa hjá honum. Þannig að þegar hann lagði handlegginn kæruleysislega yfir mig þá fór ég undan í flæmingi og sagði honum einfaldlega að ég myndi ekki sofa hjá honum.
Hann sýndi því fullkominn skilning, enda greinilega vanur maður sem játaði að hafa táldregið margar konur heim til sín sem sumar hverjar stöldruðu mjög stutt við.
Við spjölluðum aðeins áfram og þegar ég kvaddi hann þá fékk ég innilegt knús sem fékk mig til að efast um ákvörðun mína. Ég stóð samt á mínu og fór út í bíl.
Á heimleiðinni sauð á mér greddan og ég bókstaflega iðaði í sætinu. Það að kjósa það að sofa ekki hjá honum gerði þörfina mína enn meiri og tilfinningin var eins og ég þyrfti að bæta mér þetta upp. Þegar ég kom heim þá sótti ég þann stóra svarta og átti stund með sjálfri mér. Vissulega var það ekki eins og að hafa mann að sinna mér en skárra en ekki neitt.
Það virðist vera meiriháttar maus að finna sér góðan rekkjunaut til að grípa í þegar þörfin vaknar...
Ummæli