Kynlíf eftir sambandsslit

Ég svaf hjá í gær. Í fyrsta skipti eftir að Draumaprinsinn sparkaði mér. 

Það var gamall bólfélagi sem hafði samband við mig og langaði að hittast. Kynlífið okkar var jú alltaf mjög gott og frá upphafi var það alveg á hreinu að okkar samskipti myndu bara snúast um það. Frábær og hann er, þá hentum við ekki hvort öðru sem meira en skemmtilegur félagsskapur og góður dráttur af og til.

Ég sló til. Enda ágætt að leiða hugann að því að það eru fleiri fiskar í sjónum. Fiskar sem geta veitt manni góðan félagsskap, gott kynlíf og gott kúr. 

Í byrjun sátum við saman í sófanum heima hjá mér. Ég lá utaní honum og hann hélt utanum mig.
Hann kyssti mig og hendur hans fóru að leita uppi næma staði á líkamanum. Þetta var gott, kossarnir góðir og í þeim lá þrá og löngun hans í mig. Ég var sannarlega eftirsóknarverð í hans huga. Hann gaf frá sér ánægjuhljóð sem sendi bylgjur um allan líkamann.
Við færðum okkur fljótlega inn í rúm þar sem hann klæddi mig rólega úr fötunum og kyssti mig á alla mögulega staði. Nakin lágum við svo í faðmlögum, káfi og kossaflensi. Hann kom sér svo haganlega fyrir á milli fóta minna og tunga hans og fingur færðu mig hratt og örugglega á barm fullnægingar, sem brast út um allan líkamann. Hann þekkti mig það vel að hann hélt áfram, lét mig engjast um á meðan fullnægingarbylgjurnar gengu yfir líkama minn, þangað til mér tókst að biðja hann um að stoppa. Þá reis hann upp, harður limurinn tilbúinn í að fá sitt.
Hann setti á sig smokk og renndi sér inn í næma píkuna mína. Það var ó svo gott! Næm píkan á mér tók utanum liminn hans og svona ný fullnægð þá varð unaðurinn þeim mun meiri. Hann reið mér vel, þétt, fast og naut þess að þrýsta sér eins langt inn í mig og hann komst. Unaðsbylgjur fóru um mig og ég flaut um í eigin fullnægingarbríma. Þangað til hann hætti að ríða mér og bauð mér liminn. Ég tók hann upp í mig, gældi nautnalega við liminn og punginn á honum með munni og tungu. Fljótlega fann ég hvernig hann herptist saman og með stunu þá reið fullnægingin yfir hann líka. 

Eftir atlotin lágum við í faðmlögum í rúminu og töluðum saman um daginn og veginn, þangað til ég sofnaði svefni þeirra fullnægðu.  

En málið er.... að hann er ekki Draumaprinsinn.

-Þegar hendur hans héldu utanum mig þá voru þær styttri, héldu mér ekki jafn þétt og léku ekki um mig. 

-Þegar hendur mínar snertu hann þá kviknaði ekki þessi þörf að snerta hann meira, að róta í hárinu á honum og að komast nær honum, að finna okkur snertast frá toppi til táar.
-Þegar ég leitaði uppi liminn á honum var hann öðruvísi, hann lá öðruvísi í lófa mér, minni og einhvernveginn.... síðri.
-Þegar fingur hans fundu sér leið inn í mig og fóru að gæla við mig þar, þá fundu þeir ekki þessa næmu staði sem höfðu sent unaðsstrauma um mig alla undanfarna mánuði.
-Þegar limur hans fór inn í mig þá fékk ég ekki þessa fyllingu, þessa örvun á þá staði sem ég hef komist að að veita mér svo mikinn unað.
-Þegar ég kúrði mig upp við hann þá var lyktin af honum sterk, blönduð hans eigin líkamslykt og einhverjum efnum sem hann notar. Hún var ekki alveg mér að skapi, ekki beinlínis vond, en samt ekki góð heldur.  (Það plagaði mig svo mikið að ég tók öll rúmfötin og setti í þvottavél strax í morgun, til að þvo hann úr þeim. Mig langaði ekki að eymdi eftir af honum í rúminu mínu. Hann er ekki þannig gaur.)

Þessir litlu punktar ruddu sér leið inn í huga mér í atlotunum og voru í sífellu að minna mig á hvernig hann væri ekki Draumaprinsinn.
Ég sem venjulega næ að gleyma mér í eigin nautn og unaði þurfti reglulega að draga hausinn á mér þangað, að minna mig á að njóta og sleppa tökunum af tilverunni rétt á meðan. Það virkaði alltaf í smástund, þangað til enn eitt atriðið kom upp sem minnti mig á að hann væri ekki Draumaprinsinn. Eins og hvernig bólfélaginn var talsvert lágvaxnari en Draumaprinsinn, með grófara hár og skegg, ekki jafn yfirvegaður í fasi, með kubbslegar hendur og stutta fingur (ég elskaði hendurnar á Draumaprinsinum), með stóra bumbu og þvala húð, grófari rödd og hlátur, hvatvís og fyrirferðamikill. Allskonar sem Draumaprinsinn er einmitt ekki. 

Kynlífið var samt gott, kúrið var gott og ég skemmti mér ágætlega. Þetta var klárlega skref í rétta átt, hinsvegar er ég ekkert svakalega æst í að hitta bólfélagann aftur alveg í bráð. Ég þarf aðeins meiri tíma til að sleikja sárin. 

Ummæli

Vinsælar færslur