Miðpunktur athyglinnar
Ég er gröð í eitt ákveðið. Sjálfsfróun nær ekki að fullnægja því. Ég er gröð í trekannt. Nei, veistu, það er ekki alveg málið. Ég er gröð í ákveðna tilfinningu, í ákveðna stemmingu. Ég man eftir því einu sinni að hafa verið í þríleik með tveimur mönnum. Báðir þekktu mig, báðir höfðu sofið hjá mér, en voru úr sitthvorri áttinni. Ég leiddi þá saman, því mig langaði í þríleik.
Þegar þeir báðir voru mættir á svæðið myndaðist þessi stemming. Það varð einhver ósýnilegur rígur á milli þeirra, um... mig.
Ég hafði það á tilfinningunni að það væri ákveðinn metingur í gangi. Annar þeirra talaði um hitting sem við áttum nýverið ("Sjáðu, ég á mína reynslu með henni!"). Hinn svaraði því jákvætt, en bætti við hvað ég hlyti að hafa fílað það, þar sem ég fílaði svo mikið svona ("jájá, en ég þekki hana betur og hvað hún fílar"). Sá fyrri sagði þá eitthvað á þá leið að hann fílaði svo mikið þegar ég gerði eitthvað ákveðið ("Ég fylgist með, er fljótur að læra og ég veit sko alveg hvað hún getur!"). Hinn vísaði þá í eitthvað sem gerðist í gamla daga ("Heyrðu vinur, ég er sko búinn að þekkja hana MIKLU lengur en þú!")
Þessi stemming var aðallega ríkjandi í uppahafi. Ég skal játa það að ég elskaði að vera þessi miðpunktur athyglinnar. Ég elskaði að finna þessa ósýnilegu valdabaráttu á milli þeirra, og að hún snérist um mig. Ég elskaði það að báðir vildu sýna hinum hvað í honum bjó, og auðvitað naut ég afraksturins.
Eftir kvöldið var ég þreytt, útriðin og dösuð. Ég flaut á bleiku skýji inn í nóttina með úttútnað egó, enda eftirsóknarverðasta manneskjan í rýminu þetta kvöldið.
Mig langar í það!
Ummæli