Af perralingum

Vinur minn hitti stelpu á djamminu. 
Stelpan gerði hosur sínar grænar fyrir honum og sýndi honum mikinn áhuga allt kvöldið. Undir lokin fylgdi vinur minn stelpunni í leigubíl og hélt svo heim á leið. Einn. 

Ég spurði hann afhverju hann bauð henni ekki með sér heim, þar sem hann býr einn og það ætti ekki að vera vandamál fyrir hann að koma heim með kvenmann. 

Fyrst kom göfuga svarið: Hún var í glasi og var orðinn full ölvuð. Hann vildi ekki misnota sér aðstöðuna, sérstaklega ef að áhuginn væri ekki einlægur. 

Allt í góðu. 

Hann glotti svo svolítið og sagði svo að hann hafi verið með leikfélaga í heimsókn kvöldinu áður og það væri vegsumerki um allt heima hjá honum. Allskonar lemjidót og berjiprik á glámbekk, bönd, keðjur og ólar og ýmislegt sem hann var ekki tilbúinn að leyfa þessari ágætu stúlku að sjá. 

Já, stundum getur það komið sér illa að vera perralingur.

Ummæli

Vinsælar færslur