Saflát
Ég hef alveg fengið saflát í gegnum tíðina. Ég hef meira að segja bloggað um það nokkrum sinnum.
Eftir að ég eltist virðist sem ég eigi auðveldara með að fá saflát. Nei, ég ætla að umorða þetta.
Ég er ekkert viss um að ég eigi auðveldara með að fá saflát. Ég er ekkert að eltast við það og finnst það oft bara vesen. Ég get lifað góðu lífi, og góðu kynlífi, án þess að fá saflát.
Hinsvegar virðast rekkjunautar mínir undanfarin ár hafa unun af því að kalla þetta fram. Það er að segja, þeir sem ná því. Því það virðast nefnilega alls ekki allir ramba á þennan eiginleika.
Þeir sem hafa fundið leiðina til að kalla þetta fram virðast geta leikið sér að því. Það er eins og ákveðin örvun, á ákveðna staði, bæði innan í píkunni á mér og utaná henni, kalli þetta fram. Stundum fæ ég þessa tilfinningu, þar sem ég veit að ef við höldum áfram á þessari braut muni ég fá saflát. Sundum kemur það alveg óvænt. Yfirleitt er það ekki tengt fullnægingu, en það kemur þó fyrir.
Þeir sem hafa náð þessar tækni hafa ákveðið vald yfir mér. Ég fæ engu um þetta ráðið, ég get ekki stýrt þessu eða stoppað það. Líkaminn framkallar saflátið algjörlega án þess að spyrja mig um leyfi. Á vissan hátt finnst mér það mjög skemmtilegt. Ég get ekki stjórnað þessu, ég get hvorki framkallað þetta í leik né komið í veg fyrir það. Þetta er algjörlega úr mínum höndum. Þegar einhver annar hefur þetta vald yfir mér og nýtir sér það, þá finn ég hvernig undirgefna ég nýtur sín í tætlur.
Ummæli