Ekkert breytt á 19 árum
Ég hef verið að taka til í blogginu mínu. Skoða gamlar færslur og færslur sem ég hef geymt annarsstaðar. Ég hef verið að dunda mér við að færa sögurnar sem ég hef skrifað í gegnum tíðina hingað yfir og stefni á að birta eina í mánuði næstu mánuðina.
Ég rakst á þessa færslu. Þegar ég renndi yfir hana þá komst ég að því að ég hef lítið breyst í minni afstöðu til minnar undirgefni í hart nær 20 ár. Jú, fyrir mér er þetta meira en bara kynferðislegt, og ég get vel stundað BDSM sem er ekki kynferðislegt.
Þetta er ennþá það sem ég þrái og þetta er ennþá það sem ég sækist eftir. Sadískir leikir og hýðingar eru æðislegar, ekki misskilja mig, en kjarninn er samt þessi:
Undirgefin
Ég sletti fram þessari tölu, 77%, en það er ekki vísindalega sannað að ég sé 77% undirgefin.
Margir spyrja mig hvernig ég hafi fundið þetta út, en þetta er bara slumpreikningur. Ég er tölvuert meira undirgefin heldur en drottnandi í mér svo ég bara giskaði á þessa tölu.
Ég elska það að vera undirgefin. Finna valdið sem einhver hefur og gera allt sem viðkomandi segir mér að gera.
Hinsvegar get ég ekki verið undirgefin hverjum sem er. Það er minn galli. Ég verð virkilega að finna valdið hjá viðkomandi til þess að geta verið undirgefin honum og hann má ekki gera neina villu.
Það er bara hallærislegt að þurfa að leiðrétta herrann sinn, ekki satt?
Að vera undirgefin er mjög kynferðislegt hjá mér...
Ég vil vera litla gæludýrið, dýrmæta djásnið, leikfangið, prinsessa.
Margir misskilja þetta og halda að þetta snúist um að vera refsað á einhvern hátt. Að vera óþekka stelpan sem þarf að rassskella, en það er alls ekki þannig hjá mér.
Ég þarf ástúð og hlýju fyrst og fremst. Síðan má fara að leika með afbrot og refsingar.
Þetta er spurning um fyrringu ábyrgðar, að vera á valdi einhvers og þurfa ekki að huxa. Allsstaðar í samfélaginu berum við ábyrgð á okkur sjálfum og fleirum líka. En í BDSM sambandi þar sem annar aðilinn ræður ber sá hinn sami ábyrgðina.
Það heillar mig!! Að fá að vera lítil og varnarlaus, leikfang einhvers en jafnframt dýrmæt eign hans.
Birt 03.11.2006
P.s. Ég fékk samt smá kjánahroll þegar ég las að hann mætti ekki gera neinar villur. Ég veit ekki einusinni hvað ég á við með því, hvort við erum að tala um stafsetningarvillur eða eitthvað annað. Þarna, mín kæra fortíðar ég, er ég ekki sammála! Ég vil einmitt prófa mig áfram, reka mig í vörðurnar, læra af því og kenna viðkomandi hvað virkar og hvað ekki. Ef ég þarf að leiðrétta eitthvað, þá bara geri ég það og held áfram með lífið.
Ummæli