Nei

Þetta litla orð. Þetta stutta orð, sem þó hefur svo mikil áhrif. 

Á einhvern furðulegan máta þá finnst mér æðislegt að fá nei.
Það kitlar einhverjar taugar sem ég kann illa skil á. 

Ég lá í rúminu. Fingur hans voru inni í mér á meðan ég sjálf fitlaði við snýpinn á mér. Eftir nokkurt ströggl við sjálfa mig fann ég að ég nálgaðist takmarkið. Fullnægingin var innan seilingar. Ég fann hvernig slakknaði á mér og ég spenntist upp á sama tíma. Tilfinningin var ó svo góð, og ég vissi að innan örfárra andartaka myndi ég svífa á vængjum alsælunnar. 

Orðin komu fram á varir mér eiginlega án nokkurrar hugsunar; Má ég fá það?

Ætli mér hafi ekki fundist tilhugsunin heit, að fá leyfi til að henda mér fram af brúninni, að gefa það til kynna að það væri ekki algjörlega í mínu valdi, að spila örlítið inn á þessa dýnamík sem við vorum að móta. Hinsvegar bjóst ég aldrei við öðru en að fá jákvætt svar. 

Nei! 

Þetta litla orð sló mig gjörsamlega út af laginu. Ég varð agndofa og vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Ég hugsa að svipurinn á mér hafi verið óborganlegur.

Já, en! Ég var alveg við það að fá það!! Það mátti ekki stoppa núna! Hann vissi að ég á alla jafna erfitt með að fá það, og það gæti tekið langan tíma að komast þangað. Hvernig gat hann þá sagt nei? 

Ég hef aldrei þurft að ýta svona á bremsunar þegar kemur að fullnægingum, en mér tókst það. Mér tókst að stoppa hana af, mér tókst að ýta á pásu. 

Hann horfði á mig, glottandi, og sagði svo andartaki seinna. 

Þú mátt fá það núna!

Hann þurfti ekki að segja meira, því ég þaut yfir brúnina, fullnægingin helltist yfir mig eins og flóðbylgja. 

Ég held að sjaldan hafi ég orðið jafn hissa og jafn æst við að fá nei.

Mig langar að prófa svona aftur!! 

Ummæli

Vinsælar færslur