Brúnn og svartur

Ég stóð fyrir aftan hann, með flogger í hvorri hönd, brúni floggerinn dansaði í vinstri hönd á meðan sá svarti hvíldi yfir öxlina á mér. Taktföst höggin dundu á honum með brúna floggernum. Það kom mér á óvart hvað ég var í góðu formi með vinstri höndinni, þrátt fyrir að hafa ekki valdið flogger með þessum hætti í legri tíma. Sá brúni var sannarlega léttari og liprari en hinn, en gat samt bitið. 
Af og til tók ég þann stóra svarta og beitti þó nokkru afli þegar ég slengdi honum fram yfir öxlina á mér þannig að þræðirnir, allir 116, lentu með dynki á bakinu á honum. Hann kiknaði í hnjánum og ég hefði eflaust heyrt stunurnar frá honum hefði tónlistin ekki verið svona hávær, hann keflaður og ég með eyrnatappa.
Eftir smástund, þar sem hann svo til hékk í ólunum á krossinum, rétti hann úr sér og kinkaði kolli. Ég brosti með sjálfri mér og hélt áfram að lemja hann með þeim brúna, taktföstum og mun léttari höggum. Ég hafði hvíslað að honum að ég ætlaði mér að lemja hann fast, og þegar hann yrði tilbúinn ætti hann að gefa mér merki. Ég var samt ekki tilbúin að láta hann stýra því hvenær höggin kæmu. Stundum fékk hann sex léttari högg með þeim brúna, stundum tíu, stundum 16 eða jafnvel 20. Ég hélt honum á tánum með þessum hætti. Hann gat ekki reiknað út hvenær hann ætti von á þungu höggi og það kitlaði sadísku taugarnar mínar. 

Á heimleiðinni úr leikpartýinu sagði hann svolítið sem hefur verið mér hugleikið. Hann sagðist vera glaður að heyra að ég væri með leikfélaga sem sinnti mér og mínum undirgefnu þörfum. Því ef ég væri lamin, þá myndi ég lemja hann. 

Hann hafði nokkuð til síns máls, því undanfarið hefur sadíska hliðin mín verið að vakna eftir margra ára dvala að mér finnst. Ég fann það í partýinu að mig langaði að gera meira, mig langaði að bæta tæknina og gera betur, og ganga lengra. Mig langaði að lemja hann meira. 

Þetta er eitthvað sem ég vissi en það er gaman að finna þetta með svona áþreyfanlegum hætti. Ef undirgefnu hliðinni minni er sinnt, þá vaknar sadíska dómínan sem býr innra með mér. 

Ætli þetta segi mér ekki að ég sé á réttri braut?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta tengi ég einstaklega vel við. Undirgefnin er eðlislæg, en þegar henni er sinnt vel vaknar púkinn í mér og mig fer að langa að leika mér að og stríða fólki a sadískan hátt.
Prinsessan sagði…
En hvað það er gaman að það séu fleiri eins og ég! Spurning hvort okkur myndi henta að vera með skiptum (switch)?
Ég hef stundum velt því fyrir mér....

Vinsælar færslur