Kurrið í röddinni

Mig hefur lengi langað að blogga um þetta. Ég hef ekki kynnt mér þetta neitt og veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem aðrir hafa tekið eftir, eða hvort þetta sé bara úr mínum þankagangi.  

Ég hef tekið eftir þessu í nánum samböndum, þar sem það er kynlíf og nánd á milli mín og einhvers af hinu kyninu.

Þegar ég í fjarkanistan sit heima seint á kvöldin með símann við eyrað og blaðra við viðkomandi, þá heyri ég þetta. Ég ímynda mér að þetta skjóti upp kollinum þegar hlýjar tilfinningar fara að festa rætur. Þetta gæti verið ein leið nátturunnar til að láta fólk vita að heitar tilfinningar séu farnar að láta kræla á sér án þess að fólk þurfi að segja það berum orðum. 

Ég er að tala um kurrið í röddinni.
Ég get ekki lýst því nákvæmlega en það er ákveðið hlómfall eða raddbeiting sem kallar fram nánd og hlýjar tilfinningar. Stundum kallar líkaminn minn á þetta, ég er kannski í góðu spjalli við einhvern og ég finn að ósjálfrátt fer ég að lækka hljómfallið og setja kurrið í röddina. Stundum heyri ég þetta skýrt og greinilega hjá þeim sem ég er að tala við. Stundum gef ég eftir og leyfi þessu að umlykja mig og mæti viðkomandi, leyfi kurrinu að heyrast og nýt þess að heyra það sjálf. Ég hef líka staðið sjálfa mig að því að streytast á móti því þegar ég er ekki tilbúin í svona mikla tilfinningalega nánd. Held vísvitandi aftur af mér og læt það ekki heyrast.

Ég man eftir leikfélaga sem hringdi reglulega í mig og við spjölluðum saman tímunum saman. Ég man eftir kurrinu í röddinni hans og ég man hvað mér þótti gott að heyra það. Ég man að oft langaði mig að heyra það og ég beið hreinlega eftir því. Mér fannst eitthvað vanta í samtalið ef ég fékk ekki að heyra kurrið í röddinni hans, og ég fór alltaf sátt að sofa ef ég gerði það.  

Kannist þið við svona?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jà heldur betur. Tòn raddar og beiting hefur mikil àhrif à hvernig manni lìður í samtali. Réttur tón getur gert venjulegt samtal ja…. Heit
Prinsessan sagði…
Heldur betur! Rödd, og hljóð geta virkað mjög æsandi á mig!! Hljóðsögur finnst mér sérstaklega skemmtilegar.

Vinsælar færslur