Pælingar um munch
Það er kominn mjög langur tími síðan ég hef komist á munch. Eins og útlitið er núna þá er líka mjög langur tími þangað til ég kemst á munch, nema tímasetningunum verði breytt. Ég sakna þess suma daga, að sitja og rabba við perralinga um allt milli himins og jarðar, ófeimin við að fara út á dónalegar brautir, vitandi að við erum öll í sama bátnum.
Nema hvað, á föstudag hitti ég vin minn, sem er líka dásamlega kinky.
Við töluðum um kinkið, senuna og munchin. Í framhaldi af því bárust til tals 35+ munchin. Í gegnum tíðina hafa verið nokkur svoleiðis. Hann sýndi mér stað sem kæmi kannski til greina og ég hvatti hann eindregið að láta verða af þessu!!
Við töluðum um kinkið, senuna og munchin. Í framhaldi af því bárust til tals 35+ munchin. Í gegnum tíðina hafa verið nokkur svoleiðis. Hann sýndi mér stað sem kæmi kannski til greina og ég hvatti hann eindregið að láta verða af þessu!!
"Hva... það er ekkert að því að koma af stað 35+ munchum, á hentugum tímum fyrir svona prinsessur eins og mig." Sagði ég brosandi og krækti höndinni minni undir hans. "Ég á nú einusinni afmæli!" minnti ég hann kímin á. "Ó! MÆ! GAT! Þau gætu meira að segja verið fyrir 40+ og ég kæmist samt á þau!!"
Ég stoppaði og skellihló, enda finnst mér það örlítið súrrealískt að vera orðin gjaldgeng á svona hittinga fyrir gamalt fólk. Ég sem er ennþá bara 25.... í anda.
Ég stoppaði og skellihló, enda finnst mér það örlítið súrrealískt að vera orðin gjaldgeng á svona hittinga fyrir gamalt fólk. Ég sem er ennþá bara 25.... í anda.
Já, kæru lesendur. Ég átti afmæli í gær og varð 40 ára.
Það styttist meira að segja í að bloggið verði 20 ára gamalt!!
Þannig týnist tíminn.
Ummæli