Rólan - Saga
Endur fyrir löngu átti ég dásamlegan leikfélaga. Við gerðum allskonar óskunda af okkur og ég naut þess í botn. Ég er svo lánsöm að hann var fyrsti BDSM leikfélaginn minn. Ég hef að miklu leiti byggt mína nálgun á leikjum, leikfélagasamböndum og samskiptum í kringum leiki þeim grunni sem kynntist hja honum. Við ræddum alltaf málin fyrir leiki, og eftir leiki. Hvað stóð upp úr? Hvernig var upplifunin? Hvað má gera meira af? Hvað var ekki að virka?
Reyndar... þegar ég hugsa málið þá gerði ég ýmislegt í þá daga sem ég ráðlegg engum að gera. Eða réttara sagt, ég hreinlega segi fólki að gera alls ekki svona lagað.
-Ekki fara ein að hitta ókunnuga manneskju af netinu á afviknum stað til að skoða kink-dót viðkomandi.
-Alls alls ekki ef að enginn annar veit af því að þú ert að fara hitta ókunnuga manneskju á netinu á afviknum stað.
-Ekki fá að prófa dót viðkomandi manneskju fljótlega eftir að þú mætir á svæðið, eins og ólar og þessháttar.
-Ekki leyfa viðkomandi ókunnugu manneskju að binda þig í kjölfarið, í þessu fyrsta skipti sem þú hittir viðkomandi, á afviknum stað þar sem enginn veit að þú ert eða heyrir í þér.
-Ekki enda "óvart" í leik, sem aldrei var rætt um fyrirfram, þar sem engar væntingar eða mörk voru rædd.
Sem betur fer var ég heppinn og viðkomandi var ekki nauðgari eða raðmorðingi, og þetta var upphafið af löngu leikfélagasambandi. En þegar ég bakka frá, og hugsa þetta, þá mæli ég hreinlega gegn þessu og hristi hausinn yfir því að ég hafi gert þetta.
----
Rólan
Að koma til þín er eins og að fara inn í svarthol.
Ég opna hurðina og veit ekkert hvað bíður mín. Geng ákveðin inn og kem að þér í óða önn að undirbúa.
"Klæddu þig úr" segiru þegar þú verður var við mig án þess að líta við. Þegjandi geri ég eins og þú segir. Þegar ég er orðin nakin segiru skipandi "settu ólarnar á þig". Þegar ólarnar eru komnar á sinn stað ertu búinn að undirbúa það sem þú þarft og snýrð þér að mér. Þú tekur utan um axlirnar á mér og stillir mér upp.
Síðan hefstu handa við að binda mig. Fyrst seturu band undir brjótin á mér og fyrir ofan þau líka. Það fer utanyfir hendurnar á mér og heldur þeim þétt að líkamanum, takmarkar hreyfigetu mína til muna. Síðan ferðu að binda utan um sitthvort lærið á mér við nárann, böndin skerast inn í holdið og ég finn vel fyrir þeim.
Þú rótar eitthvað í töskunni og kemur til baka með augnleppa sem þú setur á mig. Ég er gjörsamlega blind.
Ég finn að þú átt eitthvað við böndin og bætir fleirum við, eitt fer utanum mjaðmirnar á mér og annað utan um magann. Bæði eru vel hert svo ég finn þau grafast inn í líkamann minn.
Allt í einu segiru skipandi "hallaðu þér aftur". Hikandi halla ég mér afturábak og bíð þess að böndinn taki við þunganum af líkamanum mínum en ekkert gerist. Ég rýs upp aftur svo ég detti ekki aftur fyrir mig. Þú sussar á mig og segir mér að reyna aftur. Í þetta skiptið styðuru við mig og brátt finn ég böndin taka við mér. Fyrst við axlirnar, síðan bakið, mjaðmirnar og loks við nárann.
Böndinn taka allann þungann minn og ég ligg í einskonar rólu.
Þú tekur annan fótinn á mér og bindur um hnéið og festir það upp í loft. Strax í kjölfarið binduru hitt í sömu stellingu. Ég finn að þú ferð að bisa við öklaólarnar á mér og fljótlega eru þær líka festar upp í loft.
Síðan koma bönd til að halda hnjánum á mér í sundur svo ég ligg í rólunni opin hverjum sem vildi fá aðgang að mínum nánustu stöðum.
Ég heyri þig róta í dótinu og það læðist að mér illur grunur.
Þú kemur til baka og stríkur yfir renn blauta píkuna mína. Ég hafði búist við þessu en mér bregður engu að síður við snertinguna. Ég finn þá að ég er mun æstari en ég hélt. Þú stingur einhverju, sem ég held að sé höndin þín, inn í mig ýtir mér svo ég sveiflast til í rólunni. Svona sveiflaru mér til og frá og það er ekkert sem ég get að gert. Allt í einu kippiru hendinni út og ég heyri þig ganga í burtu.
Ég róla hægt til og frá eftir að þú ýttir mér og hlusta. Ég heyri hljóð sem ég kem ekki fyrir mig.
Ég hlusta á þig koma aftur og þú leggur eitthvað ofaná magann á mér. Þú lagar það til og ég finn allt í einu titring við snípinn á mér. Þetta hlýtur að vera risastór titrari sem þú ert að koma fyrir þarna.
Þú stingur fingrunum aftur inn í mig og nuddar mig að innan. Ég engist um af unaði og á erfitt með að halda aftur af stununum sem vilja brjóstast fram.
Þú tekur fingurna aftur út úr mér og setur titrara inn í staðinn. Unaðurinn fyllir mig alla og alltof fljótt ertu kominn aftur og tekur titrarann út úr mér.
Ég finn kaldann þykkan vökva renna um heita píkuna á mér og þú smyrð mig alla, rennir hendinni niður eftir rassinum á mér og gælir aðeins við rassopið. Ég finn einn fingur renna auðveldlega inn í mig og út aftur. Síðan kemut eitthvað mun stærra.
Sársaukinn heltekur mig alla þegar þú ýtir þessu inn, ég finn hvernig teyjist á hringvöðvanum og sársaukastuna brýst fram á vörum mér. En allt í einu er titrarinn kominn aftur á bólakaf í pikuna á mér og unaðurinn verður yfirgnæfandi. Þú hreyfir hann til og frá, inn og út og ég finn hvernig ég er uppfull af leikföngum.
Það sem fyllir rassinn á mér eykur aðeins unaðinn af titrurum tveimur á snípnum og í píkunni. Þú hamast með titraranum á mér og ég nýt þess í botn.
Ég finn að bráðlega muni ég fá yfirgengislega fullnægjingu af þessu og ekki líður á löngu þar til líkaminn slappast alveg í algleymingi unaðarins. Fullnægin læðist inn en brýst út með látum og ég hreinlega öskra þegar hún hríslar sig um líkamann minn. Í kjölfarið fæ ég krampa og hendist til í böndunum.
Ég bið þig að hætta og þú tekur titrarann út úr mér og tekur líka dótið úr rassinum á mér. Síðan finn ég að þú stríkur blíðlega yfir næma píkuna á mér.
Ég nýt þess að finna snertinguna og mótmæli ekki þegar þú laumar einum putta inn í mig.
Ég kreysti mig saman og finn enn betur fyrir þér inni í mér. Þú nuddar mig blíðlega að innan og ég styn lágt. Síðan kemur annar putti inn og þú eykur hraðann.
Áhrifin standa ekki á sér og ég finn að ef þú heldur þessu áfram muni ég fá aðra fullnægingu fljótlega. Þú virðist skynja þetta líka og hættir ekki.
Eftir ótrúlega stuttan tíma finn ég aðra fullnægingu læðast inn. Hún er ekki eins kröfug og sú fyrri en það breytir því ekki að ég skelf og kippist til í böndunum.
Ég finn vel fyrir þeim skerast inn í holdið og þegar skjálftinn er liðinn hjá grátbið ég þig að hætta.
"Finnst þér þetta ekki gott?" spyrð þú kíminn og heldur áfram að gæla við píkuna á mér. Unaðurinn er mikill en ég er aum og böndin eru farin að meiða mig. Helst vildi ég vera lengur en ég get það ekki.
"Jú" segi eins og satt er.
"Afhverju á ég þá að hætta?" spyrð þú og leikur þér að viðbrögðum líkamans og stríkur yfir píkuna sem kemur af stað krampa út um allan líkamann.
"Ég er orðin svo aum" styn ég upp eftir að krampinn er liðinn hjá.
"Allt í lagi" segir þú og ferð tekur titrarann af snípnum og gengur frá honum.
Þá finn ég hvað mér er orðið kalt og hvernig böndin skera sig inn í líkamann minn. Ég bíð róleg þangað til þú kemur aftur.
Þú losar niður fæturna og ég legg þá á gólfið. Blóðið streymir í þá og ég fæ heiftarlegan náladoða. Síðan togaru mig á fætur og ég finn að ég get varla staðið.
Þú losar augnbindið af mér og ég sé ógrinnin öll af böndum sem hafa verið notuð til að halda mér uppi. Þú dundar þér við að losa mig á meðan ég skelf af kulda. Þegar ég er loksins laus skríð ég í fangið á þér og næli mér í hlýju frá líkama þínum.
Þú heldur utan um mig í smá stund og segir mér síðan að fara að klæða mig. Ég geri eins og þú segir og finn brátt að mér hitnar þegar ég er komin í fötin. Á meðan ég klæði mig genguru frá því sem þú notaðir á mig ofan í tösku. Þegar ég er tilbúinn göngum við út saman og höldum síðan í sitthvora áttina.
"Þangað til næst" segiru að kveðjuskyni.
Loforðið sem þessi orð bera í sér kitla mig. Hvað verður næst?
Ummæli