Hormónalykkjan og aukaverkanir hennar

Nýverið fékk ég mér hormónalykkjuna. Það er ein sú besta getnaðarvörnin á markaðnum í dag, langvinn, staðbundin með litlum aukaverkunum sem flestar hverfa á fyrstu mánuðunum, og mjög ódýr miðað við endingu. 

Síðan hún var sett upp, fyrir einum mánuði síðan, þá er ég búin að vera óheyrilega gröð. Það er einhver óræður undirtónn greddunnar sem ómar allan liðlangan daginn. Ég finn tilfinninguna milli lappa minna, þessi sem kallar eftir athygli og snertingu. Þetta svæði er líka alveg extra næmt og snerting nærbuxnanna, titringurinn í bílsætinu og nudd læranna verður til þess að kveikja löngun í eitthvað meira... 

Ummæli

Vinsælar færslur