Partý-leikur

Mig langar að segja ykkur frá einum leik sem ég sá í RMSSSDLP partýinu um daginn. 

Staðurinn var þokkalega þéttsetinn, og ekki hlaupið að því að ná í góð sæti. Þegar ég sá svo þrjá lausa stóla á frábærum stað í rýminu var ég ekki lengi að krækja mér í einn þeirra. Frá mínu sjónarhorni hafði ég mjög gott útsýni yfir tvær leikstöðvar, og sá að minnsta kosti þrjá leiki á þeim tíma sem ég sat þarna. 

Fljótlega eftir að ég fékk mér sæti kom einn upp á sviðið með ferða-nuddbekk.
Hann setti bekkinn upp og týndi til einhverjar ólar og bönd. Fljótlega var leikfélaginn mættur og bundinn niður á bekkinn, með grímu fyrir augunum, andlitið niður, og þar af leiðandi rassinn upp.

Ég kannaðist við þann drottnandi í þessum leik og bjóst við því að eitthvað syndsamlega sadískt myndi eiga sér stað á sviðinu, og iðaði í sætinu. Domminn náði sér í einnota hanska sem hann setti á sig og ég var viss um að þetta yrði einhverskonar nálaleikur.
Nema hvað, hann snéri sér þá að áhorfendum og bauð þeim að koma að snerta, og káfa á þeim bundna. Hann benti á kassann af einnota hönskunum og krukku með kókosolíu sem stóð fólki til afnota. Ég fylgdist með þegar hann sjálfur tók lúkufylli af olíu og bar á þann bundna og strauk honum blítt yfir bakið.
Fljótlega fór fólk að týnast úr salnum upp á sviðið. Sumir feimnir og fóru varfærnislega, en aðrir uppveðraðir af spenningi og áhuga. Á einum tímapunkti taldi ég sex aðila við nuddbekkinn, 12 hendur snertu, struku, þreyfuðu, klóruðu, nudduðu eða gældu við þann sem lá bundinn og varnarlaus á bekknum. Sumir nutu þess að eiga þessa stund með félögum sínum, sem saman voru að káfa á þeim bundna, aðrir skemmtu sér því þeir greinilega þekktu þann bundna, á meðan enn aðrir féllu hreinlega í trans við það að snerta og strjúka annarri manneskju. 

Ég sat sem dáleidd og horfði á, heilluð af því að svona innilegur og nautnalegur leikur væri að eiga sér stað þarna.
Ég hugsaði hversu dásamlegt það væri að vera í sporum þess bundna. Að finna allar þessar hendur snerta mann, að finna húðina syngja undan snertingunum, að finna fiðringinn sem kemur þegar manni er strokið létt, og kítl- og unaðstilfinninguna sem hellist yfir mann þegar maður fær klór á réttu staðina. Að vita ekki hvort, hvenær eða hvar maður er snertur, eða af hverjum. Að njóta í eigin heimi, á meðan aðrir fá einnig að njóta manns. 

Það kom mér því ekki á óvart þegar sá sem var bundinn á bekknum skrifaði færslu inn á fetlife seinna um kvöldið og lýsti yfir ánægju sinni með leikinn og kvöldið. 

Þessi leikur var klárlega einn af hápunktum kvöldsins. 

Það sem mér þykir vænt um senuna mína! Fólkið sem mætir, fólkið sem gefur af sér og fólkið sem leyfir sér, leyfir sér að njóta, og leyfir öðrum að njóta. 

Ummæli

Vinsælar færslur