Af nekt og eldhúsgluggum
Titillinn segir nú ansi mikið. Þannig var nefnilega mál með vexti að fyrr í kvöld var ég inni í stofu heima hjá mér, fötin voru flogin og ég átti þarna góða stund með sjálfri mér með tölvuna í fanginu. Stundin rann sitt skeið og ég stóð á fætur til að koma mér í rúmið.
Litla kisan mín lét þá vita af sér og benti kurteisislega á að hún hafi ekki fengið kvöldmatinn sinn. Ég rölti inn í eldhús, kviknakin, og fann matinn hennar. Ég tók eftir því að það þurfti að fylla á vatnsdallinn hennar og tók hann upp. Ég kíkti laumulega út um gluggann og sá að enginn var heima í húsinu beint á móti mér, svo mér var óhætt að standa þarna nakin við eldhúsvaskinn. Þó svo að það sé talsverð umferð nánast beint fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér, þá er glugginn svo hár það sést lítið inn, svo ég var nokkuð örugg um að enginn sæi mig þarna berrassaða svo til fyrir allra augum.
Þá varð mér litið á næsta hús, húsið sem er ská á móti mínu og ég fann að ég roðnaði niður í rassgat. Haldiði ekki að sæti nýji nágranni minn hafi verið uppi í stiga utaná húsinu sínu að mála. Eiginlega í augnhæð við mig og ekki svo langt í burtu. Ef hann hefði litið í áttina til mín hefði hann séð mig þarna, alsnakta við eldhúsgluggann. Ég var fljót að beygja mig svolítið niður svo að ber brjóstin væru ekki jafn auðsýnileg og flýtti mér að fylla á vatnsdallinn. Á augabragði var dallurinn fullur og ég slapp við skrekkinn.
Það verður samt að segjast að svona atvik gefa lífinu lit!
Ummæli