Ég er að fara á LAM!!

Að vísu ekki fyrr en í september, en samt! Er nokkuð of snemmt að fara að telja niður dagana? 

Núna hrista kannski sum ykkar hausin og vita ekkert um hvað ég er að tala, á meðan önnur glotta ef til vill út í annað. 

LAM stendur fyrir London Alternative Market og er einskonar kink-markaður sem er haldinn einu sinni í mánuði. Þá koma söluaðilar víða að til að selja varninginn sinn, bönd, floggera, kynlífsleikföng, ásláttartæki, korsett og föt svo eitthvað sé nefnt. Á eftir herlegheitin er svo partý. 

Ég hef einu sinni farið, en það er mjög mjög langt síðan og ég hlakka mikið til að fara núna. Ég þarf að fara að skoða hvað vantar helst í dótatöskuna mína og kannski hvað mætti hverfa úr henni. 

Er LAM ekki einmitt ágætis átylla fyrir stórtiltekt, grisjun og endurnýjun á dótinu manns? 

Ummæli

Vinsælar færslur