Kaffi og kink
Á sunnudaginn var fór á viðburð á vegum BDSM á Íslandi, sem heitir Kaffi og Kink. Þarna hittast perralingar yfir kaffibolla og ræða saman um kink. Betra verður það varla?
Þar sem ég sat þarna og hlustaði á mann og annan deila sínu sjónarmiði á leikjum, leikfélögum og hugmyndafræðinni á bak við BDSM-iðkun sína hlýnaði mér allri að innan. Mér finnst svo dásamlegt að vera með fólki sem er á minni bylgjulengd, sem er opið og heiðarlegt og tilbúið að vera það sjálft. Fólki sem tekur sjálft sig ekki of alvarlega, þorir að opna sig og segja frá erfiðum hlutum, auðveldum hlutum, skrítnum hlutum, fyndnum hlutum, kinky hlutum, öðruvísi hlutum, og líka öllum frábæru hlutunum.
Það sem ég elska senuna, er stolt af henni og finnst dásamlegt að sjá og heyra hvað aðrir hafa um kinkið að segja.
Ef þú, lesandi góður, ert forvitinn og langar að dýfa tánum í senuna, þá mæli ég með þessum viðburðum sérstaklega. Ég kom allavega margsfróðari heim eftir þessa tvo kaffibolla og slatta af spjalli um kink.
Ummæli