Deb verður á LAM
Ég hef örugglega einhverntíman skrifað um hana hérna. Hún Deb gengur undir nafninu TheKinkShrink inni á fetlife og er starfandi sálfræðingur í Bretlandi. Hún er sjálf þræl kinky og er ekkert að fela það. Hún hefur í gegnum tíðina skrifað margt og haldið úti vinnustofum á netinu þar sem hún ræðir um allskonar tengt sálfræði og kinki, samböndum, kynlífi og.... bara allt sem fólki dettur í hug að spyrja hana að.
Hún er frábær! Hispurslaus og segir hlutina eins og hún sér það. Og þú getur einfaldlega fokkað þér ef þú ert ekki sammála henni (segir hún sjálf).
Hún hefur stundum farið á LAM og verið með samskonar vinnustofur þar og það lítur út fyrir að hún verði þar einmitt 7. september, þegar ég ætla að fara.
Hvenær er of snemmt að fara að telja niður dagana?
Ummæli