Mig langar í kúr

Akkúrat núna er ég frekar lítil í mér og akkúrat núna langar mig í kúr.

Mig langar að kúra mig upp við einhvern sem heldur þétt utanum mig.
Naktir líkamar fléttaðir saman.
Þannig að andlitið á mér er þétt upp við hann og ég anda að mér lyktinni af honum.
Mig langar að finna hendur hans halda utanum mig, öruggar og hlýjar.
Mig langar að halda utanum hann líka og finna húð hans undir fingrum mér.
Mig langar andvarpa djúpt, sleppa tökunum á tilverunni í smá stund og kannski finna léttan koss á enninu á mér. 

P.s. Ég veit að þessi lægð líður hjá eins og aðrar og allt verður frábært aftur. 

Ég ímynda mér bara að það gengi aðeins hraðar fyrir sig ef ég fengi smá kúr... 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú færð sýndar knús.... það má alveg, stundum

Vinsælar færslur