Bondage

BDSM (bondage/discipline, dominant/submissive, sado/maso). Mig langar að tala um bindingahlutann af þessu.

Ég fór að velta þessu fyrir mér í vinnunni áðan. Margir stunda BDSM án SM hlutans og lang flestir eru með einhvern ramma til að spila inni í.
En ég held bara að enginn sem ég hef talað við leiki án bindinga eða einhverskonar hamlana, keðjur, ólar, handjárn eða annað álíka.

Síðan fór ég líka að spá... væri ég til í að leika án bindinga?
Í fljótu bragði er svarið hreint nei. Bindingarnar gefa mér mjög mikið og ég gæti ekki huxað mér að vera í BDSM sambandi án þeirra. En það má alveg skoða að leika án þeirra. Ég yrði samt einhverntíman að fá að vera bundin og finna þessa tilfinningu að maður verði að gefa sig á vald annarrar manneskju.

Ummæli

Einhver sagði…
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

Vinsælar færslur