einkamal.is

Ég var að fá skilaboð inni á einkamal.is frá manni sem er í sambúð.

Það er eitt sem ég þoli alls ekki.
Afhverju er fólk að fara í sambúð eða gifta sig, heita tryggðum og öllu því, þegar það ætlar síðan viljandi og meðvitað að brjóta það?

Framhjáhald er mannskemmandi. Ég er ekkert alsaklaus, en ég hef lært af mínum mistökum og ætla aldrei að gera annað eins aftur og tek ekki þátt í svona löguðu.

Síðan er annað sem fer ferlega mikið í taugarnar á mér.
Það er þegar menn sem auglýsa eftir einhverju ákveðnu "ég vil kynnast konu á aldrinum 35 - 45 með samband í huga" senda mér skilaboð sem er laaangt út fyrir það sem þeir auglýsa eftir.

Tilhvers að auglýsa eftir einhverju ákveðnu þegar maður ætlar ekki einusinni að fara eftir því?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gefst aldrei að byggja á lygi.

Ótrúlegt hvað sumir eru lélegir og ómerkilegir !!
Nafnlaus sagði…
Hey, flott síða og sögurnar sérstaklega skemmtilegar.
Einhver sagði…
Greddan kannski...
Nafnlaus sagði…
ALGERLEGA SAMMÁLA!!
Enda hef ég oft bloggað um þetta í bræði minni.
Líka finnst mér pirrandi þegar maður gefur lýsingu af sér og segir hvað maður vill og hvað maður vill ekki en fær samt póst frá þessum sem tilheyra "vill ekki" flokknum. Algerlega pirrandi. Kann fólk ekki lengur að lesa?

Vinsælar færslur