Karlmenn
Karlmenn sjá eitthvað við sumar konur sem fær þá til að snúa við höfðinu og stara á eftir þeim. Þetta er amk draumur allra kvenna. En konur gera þetta líka, þó svo þær fari kannski leynt með það.
Ég veit ekki með aðrar konur, en þegar ég sé mann sem heillar mig þá kíki ég óspart. Er samt það feimin að hann má ekki sjá það.
Það kom nefninlega strákur inn í sjoppuna í dag sem ég fattaði allt í einu að mér lýst bara þræl vel á hann.
En um hvað huxa konur þegar þær sjá mann sem þeim lýst vel á?
Ég get ekki talað fyrir hönd annarra kvenna en það sem ég tek eftir í réttri röð er..
Fas Hvernig hann er í fasi. Einstaklingar fullir sjálfstraust, jákvæðir, skemmtilegir, ófeimnir og fyndnir og bera það með sér standa augljóslega uppúr.
Hæð Hávaxnir menn eru flottir... slef
Líkamsbygging Breiðar axlir og smá fitu takk. Grannir menn heilla mig ekki, ég vil geta kúrt með viðkomandi án þess að meiða mig.
Klæðnaður Smekklega klæddir menn bera með sér að það sé eitthvað varið í þá.
Augu Tjáningarík og djúp svo maður geti synt í höfunum sjö í þeim.
Rödd Hljómmikil í dýpri kanntinum, ég vil bassa.
Hár Það er á hausnum og á að vera vel hirt, segir til um snyrtimennsku og annað í fari karlmanna.
Hendur Sterklegar, stórar og karlmanlegar. Helst hreinar og snyrtilegar. Þær fara nefninlega á ýmsa persónulega staði.
Skór Ef að mér lýst enn á kauða þá kíki ég á skóna. Bara rétt til að sjá hvort þeir séu stórir eða litlir.
Ég veit ekki með aðrar konur, en þegar ég sé mann sem heillar mig þá kíki ég óspart. Er samt það feimin að hann má ekki sjá það.
Það kom nefninlega strákur inn í sjoppuna í dag sem ég fattaði allt í einu að mér lýst bara þræl vel á hann.
En um hvað huxa konur þegar þær sjá mann sem þeim lýst vel á?
Ég get ekki talað fyrir hönd annarra kvenna en það sem ég tek eftir í réttri röð er..
Fas Hvernig hann er í fasi. Einstaklingar fullir sjálfstraust, jákvæðir, skemmtilegir, ófeimnir og fyndnir og bera það með sér standa augljóslega uppúr.
Hæð Hávaxnir menn eru flottir... slef
Líkamsbygging Breiðar axlir og smá fitu takk. Grannir menn heilla mig ekki, ég vil geta kúrt með viðkomandi án þess að meiða mig.
Klæðnaður Smekklega klæddir menn bera með sér að það sé eitthvað varið í þá.
Augu Tjáningarík og djúp svo maður geti synt í höfunum sjö í þeim.
Rödd Hljómmikil í dýpri kanntinum, ég vil bassa.
Hár Það er á hausnum og á að vera vel hirt, segir til um snyrtimennsku og annað í fari karlmanna.
Hendur Sterklegar, stórar og karlmanlegar. Helst hreinar og snyrtilegar. Þær fara nefninlega á ýmsa persónulega staði.
Skór Ef að mér lýst enn á kauða þá kíki ég á skóna. Bara rétt til að sjá hvort þeir séu stórir eða litlir.
Ummæli
gaurinn í þessari sögu hér.. var bara nákvæmlega eins og sá sem þú ert að lýsa hér.. hann var GEGGJAÐUR.. ;)