Lykt

Kynlíf lyktar, það er staðreynd.
Tippi lyktar, píka lyktar, brund og píkusafar lykta líka.
Mjög sérstök lykt og er mjög æsandi undir réttum kringumstæðum.
Oft þá langar mig ekki í sturtu út af þessari lykt. Hún er mild, sæt og seyðandi.
En maður tekur hreinlætið fram yfir ýmislegt annað.

Talandi um svona lykt.
Það kom maður fyrir nokkrum vikum inn í búðina mína. Hann angaði af brundfílu. Ég þekkti lyktina um leið og fannst þetta skondið. Samt kom upp pempían í mér og mig langaði ekkert sérstaklega að taka við peningum úr höndunum á honum þar sem mig grunaði hvar þær höfðu verið áður.
Eftir þetta litla atvik get ég ekki séð þennan mann án þess að huxa til þess.
Ég hef aldrei tekið eftir álíka lykt af honum eftir þetta, en gömlu kynnin gleymast ei.

Svo strákar og stelpur: þvoið ykkur eftir kynlíf. Amk um hendurnar!!!

Bætti inn nýjum lið á bloggið: Fróðleiksmolar. Fyrsta færslan er um snípinn.

Ummæli

Einhver sagði…
Í frakklandi er það talið mjög töff að anga af fersku kynlífi,, um ferskt rúnk skal ég ekki segja,,, heh
Nafnlaus sagði…
Fyrir hvað varstu að taka við peningum?
Nafnlaus sagði…
Hún vinnur í sjoppu!! :)
hehe

Skondin færsla samt, finna svona sterka lykt af einhverjum ókunnugum og geta svo ekki annað en hugsað um hana næst þegar þú sérð hann.
Lyktin hefur víst bara þannig áhrif á minnið, hver kannast ekki við það að upp þjóta minningar um einhvern sérstakan þegar maður finnur sérstaka rakspíralykt, ég geri ráð fyrir að það sé svipað með svona lykt :)

Vinsælar færslur