Nakin

Nakin komstu inn
í hugarheiminn minn
og þér virtist líka það
sveifstu hreykin um
á Loréal vængjum
þú varst á réttum stað
hvítur líkaminn
kirsuberin stinn
þú veist mig langar inn

Hafið þið einhverntíman vaknað og bara ekki langað að klæða ykkur? Vera bara nakin þann dag. Ég er þannig í dag... Ég gisti heima hjá vini mínum og fékk mitt eigið rúm og allt. Hann er sko hommi og við höfum engar kynferðislegar langanir hvort til annars.
Í nótt þegar við komum heim fór ég úr öllu og lagðist undir sængina hans og naut þess að finna hana umlikja mig.
Síðan í morgun þegar ég vaknaði hafði ég enga sérstaka löngun til þess að klæða mig. Langaði bara að stripplast um og njóta þess að finna loftið leika um líkamann, frjáls eins og fuglinn. Finna enn betur fyrir hlutum eins og sófanum, stólnum sem ég sit á o.s.fr. finna það erta húðina, gæla við mig á sinn eigin hátt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Flott að geta verið frjáls; möguleiki þegar fólk býr eitt.

Nú þegar helgin sem þú hlakkaðir svo til og varst búin að undirbúa á ýmsan hátt, s.s. rakstri, er á enda er það rétt að útkoman hafi verið einn dráttur og ein fullnæging ??

Þarftur ekki að bæta þér það upp á einhvern hátt ???
Nafnlaus sagði…
Af hverju þurftirðu að nota sleipiefni ??
Einhver sagði…
Adamsklæðin eru oft best :P
Nafnlaus sagði…
Byrja á Anonymous nr. 1
Útkoma helgarinnar er einn dráttur, einn æðislegur BDSM leikur og tvær rosalegar fullnægingar.
...Segi betur frá því seinna...

Anonymous nr. 2
Þetta tiltekna sleipiefni er með mentoli í sem eykur blóðflæði og gerir svæðið næmara, svo það er bara gott að nota það. Hinsvegar ef ég er að leika lengi þá á náttúrulegi sleipiefnaforðinn það til að ganga til þurrðar. Þá er oft betra að vera með túpu með sér.
Eins þegar rassaleikir eru í spilinu eða til umræðu er sleipiefni nauðsynlegt.

Þið megið eiga von á góðri sögu fljótlega.
Nafnlaus sagði…
Gott að sögur eru á leiðinni.

Virkilega spennandi að lesa skrfin þín.
Nafnlaus sagði…
Nú fer maður að verða verulega spenntur að heyra frekar frá þér og þínum ævintýrum.

Þurfum við að bíða lengi ???'
Nafnlaus sagði…
Já varstu bara nakin í herberginu mínu...heppin varstu að systkini mitt gekk ekki inn á þig...:)
Prinsessan sagði…
Ég var undir sæng!!!!
Nafnlaus sagði…
Maður er orðinn spenntur að bíða eftir frásögn þinni af helginni....
Nafnlaus sagði…
EEEElska svoleiðis daga þegar maður getur bara verið berrassaður í friði og þægilegheitum. Farið í heitt bað með olíu eða baðsalti í, lesið bók og svo sleppt því að þurrka sér og stripplast allan daginn.
Þannig bústaðaferðir elska ég líka að fara í með einhverjum sérstökum. Elskast, fara í pottinn, vera ber í sólinni á pallinum, ber að elda, og lesa og kúra. Gæti ekki hugsað mér neitt betra. Þetta er kannski svipuð bústaðaferð og við vorum að pæla í forðum daga.
Er enn að fantasera um slíkt :S
Prinsessan sagði…
Sæta, við verðum bara að láta verða af því... Í versta falli förum við bara tvær stelpurnar.
Nafnlaus sagði…
Já ef allt fer á versta veg förum við bara tvær ;)

Vinsælar færslur