Aldursmunur

Ég las umræðu inni á kynlíf.is um aldursmun og fór að pæla.

Minn yngsti er árinu yngri en ég, en sá elsti er 29 árum eldri. Mörgum veigrar við þessum aldursmun en ég verð að segja að á meðan öllum líður vel og allir eru sáttir þá skiptir aldurinn ekki svo miklu máli.

Eða hvað?

Erum við þá að tala um einnar nætur gaman eða fast samband? Mögulega hjón með börn?

Segjum sem svo að ég væri með þessum 29 árum eldri.
Þegar ég yrði 30 væri hann 59 ára. Þegar ég yrðu 40 ára þá yrði hann 69 ára.
Nokkurn veginn: þegar ég væri í blóma lífs míns þá væri hann á leiðinni inn á elló og hvaða barn vill eiga eld gamlan pabba?
Það er ekki eitthvað sem ég sé fyrir mérí hyllingum, svo nei takk, ég myndi ekki vilja stofna til sambands með viðkomandi.

Einnar nætur gaman er hinsvegar allt annað mál. Eða margra nátta gaman ef því er að skipta.
Þegar við hittumst var ég 20 ára og hann 49 ára, ég ung og óreynd (?) en hann með reynsluna að baki. Það var unaðslegt og ég lærði ansi margt með þessum manni.

Ég sé ekki eftir því, en samband var aldrei inni í myndinni.

Ummæli

Vinsælar færslur