Höfum allt á hreinu

Fólk er með margar hugmyndir um getnaðarvarnir, hefðbundnar og óhefðbundnar, en hvað virkar og hvað ekki?
Hefðbundnar getnaðarvarnir virka ef þær eru rétt notaðar. Það er staðreynd!
En skoðum þær óhefðbundnu.

Brjóstagjöf sem getnaðarvörn. Virkar, ef konan gefur barninu eingöngu brjóstamjólk (ekkert annað að borða eða drekka) með reglulegu millibili allan sólarhringinn og ef móðirin hefur ekki blæðingar.

Konur verða ekki þungaðar í vissum stellingum. Bull og vilteysa. Konur verða þungaðar í hvaða stellingu sem er.

Þungun verður ekki ef konan fær ekki fullnægingu. Ójúvíst.

Þungun verður ekki við fyrstu kynmök konu. Konan getur orðið þunguð þó svo að hún hafi verið hrein mey.

Að skola, eða þurrka sæði úr leggöngum kemur í veg fyrir þungun.
Ég held nú síður.

Rofnar samfarir koma í veg fyrir þungun. Það er mjög óörugg getnaðarvörn. Komist sæði í snertingu við sköp konunnar getur orðið getnaður.

Konan verður þunguð 14 dögum eftir blæðingar. Konan getur orðið þungið frá fyrsta degi eftir blæðingar til hins síðasta. En þungun er líklegust um miðjan mánuðinn.

Getnaðarvarnir sem virka.
Ég er búin að gera samantekt á öllum helstu getnaðarvörnunum og hér eru þær.

Smokkurinn
Kven-smokkur
Hettan
Samsetta pillanPrógesterón-pillan
Hormónahringurinn
Hormónasprautan
Hormónalykkjan
Koparlykkjan
Hormónastafurinn
Ófrjósemisaðgerð karla
Ófrjósemisaðgerð kvenna
Náttúrulegar aðferðir

Ég sjálf er með hormónastafinn og sé alls ekki eftir því. Af þeim getnaðarvörnum sem ég hef prófað finnst mér hann vera bestur og mæli eindregið með honum fyrir konur sem ætla sér ekki að eignast börn næstu þrjú árin.

Ummæli

Vinsælar færslur