Genguru ekki í nærbuxum?

Ég fékk þessa spurningu áðan.
Til að setja þetta í samhengi þá setti ég fyrirspurn varðandi saflát inn á fetlife. Fljótlega fóru að hrúgast inn póstar í pósthólfið mitt á síðunni. Allir frá mönnum og enginn þeirra tengdist beint því sem ég var að spyrja um. 

Þar á meðal kom þessi. 
Efni: Saflát
Hann: Gerist þetta auðveldlega?
Ég: Með réttri örvun, já.
Hann: Fer það í nærbuxurnar?
Ég: Ef ég væri í nærbuxum myndi það örugglega gera það.
Hann: Genguru ekki í nærbuxum? 

Hvað skal segja, ég varð svolítið hvumsa við þessa spurningu. Það að ég fái ekki saflát í nærbuxurnar, jafngildir það því að ég gangi bara ekki í nærbuxum? Hvernig fékk hann það út? 

Ég: Ég er ekki í nærbuxum þegar ég stunda kynlíf. (Augljóslega!! langaði mig að bæta við, en skynsemisröddin innra með mér sagði mér að sleppa því.)


Alla jafna er ég ekki í nærbuxum þegar ég stunda kynlíf. Hinsvegar þá finnst mér tilhugsunin svolítið heit; eftir kossa og káf yrði hönd smeigt undir efnið i nærbuxunum og farið að gæla við nakta píkuna. Jafnvel myndi einn fingur, eða tveir ganga inn í hana og eiga við alla næmu staðina, þangað til ég væri farin að stynja og iða af greddu. Þá yrði höndin fjarlægð og ég fengi að engjast um í losta og þörfinni fyrir meira, bara aðeins meira! Pínku smá! 

Ummæli

Vinsælar færslur