Þið trúið ekki því sem ég gerði rétt í þessu! Ég afboðaði bólfélaga sem ætlaði að kíkja á mig í kvöld! Okkur hefur gengið mjög illa að finna tíma sem hentar báðum, svo plönuðum þennan hitting frekar langt fram í tímann. Ég var farin að hlakka til og þegar hann hafði samband við mig fyrr í dag er ekki laust við að brosviprur hafi farið um varir mínar og kannski eitt eða tvö fiðrildi flögruðu í maganum og ég fann seiðing á ónefndum stöðum.
Nema hvað, seinnipartinn þegar hann svo lét mig vita hvenær hann gæti verið hjá mér, þá runnu á mig tvær grímur. Það var frekar seint og ég þegar orðin öfug af þreytu. Með trega þá sagði ég honum að við þyrftum enn og aftur að fresta hittingnum. Ég var einfaldlega ekki til í svefnlausa nótt, þó ánægjuleg væri, og langan vinnudag daginn eftir. Hann varð eðlilega svekktur, en sýndi þessu samt skilning.
Sem betur fer frestast hittingurinn bara um nokkra daga, svo ég get haldið áfram að hlakka til.
Leita í þessu bloggi
Hérna skrifa ég um allt mögulegt sem tengist kynlífi og BDSM. Allt frá sárasaklausum hugsunum og vangaveltum upp í svæsnar reynslusögur, með skemmtilegan fróðleik þar á milli.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli