Kaffi
Einu sinni átti ég undirgefinn leikfélaga. Það var mjög gaman.
Ég fékk þennan sama leikfélaga til að vinna með mér og um daginn fórum við saman á námskeið á vegum vinnunnar.
Einhverntíman þegar á leið stendur hann upp og ætlar að ná sér í kaffi. Hann spyr hvort hann eigi að sækja kaffi fyrir mig líka og ég þigg það. Hann tekur bollann minn, og í eitt augnarblik spái ég í að segja honum hvernig ég vildi hafa kaffið mitt. Ég ákvað samt að gera það ekki og velti því fyrir mér hvort hann myndi það ennþá. Viti menn, fljótlega var rjúkandi kaffibolli fyrir framan mig, nákvæmlega eins og ég vildi hafa hann.
Hann hafði þá engu gleymt í þessum efnum. Mér fannst það mjög ánægjuleg uppgvötun og það kitlaði einhverjar óræðar kenndir innra með mér.
Ummæli
Þannig að "almennilegt kaffi úr fancy vél" heillar mig ekki, því miður.
Alvöru prinsessur elska allt sem er fancy, btw. :þ :þ :þ :þ :þ :þ :þ :þ
Takk fyrir