Fetlife
Það eru samt oft falleg skrif á fetlife sem fá mig til að hugsa að þetta sé jú víst til, einhversstaðar þarna úti.
Um daginn sá ég mynd. Myndin var svarthvít og var af rosknu pari. Hún var með hálsól og sársaukagrettu á andlitinu. Hann stóð fyrir aftan hana og hélt með sitthvorri höndinni um sitthvort brjóstið á henni og var að kreysta á henni geirvörturnar.
Myndin var fín ein og sér. Hún sýndi þarna par sem sannarlega var að njóta sín og hafði eitthvað fallegt sín á milli. Það sem heillaði mig alveg var textinn neðan við myndina.
"He is an expert at playing my body. Despite all the changes that have occurred over the years he has remained a student of me and I of him."
(Lausleg þýðing: Hann er snillingur í að leika á líkama minn. Þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa átt sér stað í gegnum árin heldur hann áfram að læra á mig og ég á hann.)
Já! Einmitt þetta. Það er akkúrat þetta sem ég vil og þrái suma daga.
Við mannverur erum síbreytilegar, við höfum víddir og dýptir sem eru aldrei kannaðar til fullnustu. Við erum fær um að upplifa hluti sem okkur órar ekki fyrir.
Hvað er fallegra, dásamlegra og betra en einhver sem er tilbúinn að taka í höndina á manni og fara með mann í ferðalag um alla kima, ranghala og skúmaskot hugans?
Einhver sem áttar sig á að þetta er verkefni sem hefst en líkur aldrei, því við erum jú síbreytileg, í síbreytilegu landslagi mennskunnar. Einhver sem er tilbúinn að leggja á sig vinnuna, gefa sér tímann og veita verkefninu þá athygli sem það þarfnast.
Ummæli