Póstur
Það kom mér skemmtilega á óvart að það voru skilaboð í innhólfinu mínu á fetlife þegar ég loggaði mig inn áðan. Meira að segja frá áhugaverðum manni sem kann að setja saman heilar setningar á íslensku. Trúið mér, það er ekki alltaf svo gott! Ég svarði eftir bestu getu um hæl, eins og maður gerir auðvitað.
Núna stend ég mig að því að drolla í tölvunni þó það sé löngu kominn háttatími og ég orðin drullu þreytt; kíki í grúbbur sem ég hef ekki farið lengi inn í á fetlife, les umræður sem ég myndi venjulega skauta yfir, kíki á það sem aðrir perralingar eru að líka við og jafnvel skoða myndasöfn útlendinga sem ég þekki ekki neitt.
Ég finn að meðvitað og ómeðvitað er ég að vonast eftir svari. Ég veit að það eru ákaflega litlar líkur á því að ég fái svar í hvelli, engu að síður þá er ég ennþá að drolla og augun mín hvarfla af og til upp á fetlife-flipann, bara til að gá hvort eitthvað nýtt sé þar.
Ummæli
En svo eftir örfá skilaboð þá gufaði dúddinn bara upp, sem er mjög svekkjandi!