Meira af síðu hári og stuttu

Ég horfði á Mamma Mia ekki alls fyrir löngu. Þarna sá ég 19 ára gamlan gutta slefa yfir konu sem var talsvert eldri. Hún ítrekað hafnaði honum en hann var alltaf mættur og til í tuskið ef hún lyfti upp svo mikið sem litla fingri. 

Seinna í myndinni var önnur kona, á svipuðum aldri og hin, bókstaflega skríðandi á hnjánum á eftir piparsveini þar sem hún svo gott sem grátbað hann um að gefa sér séns. Hún segir meðal annars að ef hann skyldi nú vera ennþá einn eftir að allar skvísurnar séu gengnar út, hvort hann vilji þá ekki gefa henni séns? 

If you change your mind, I'm the first in line
honey, I'm still free; take a chance on me.
If you need me, let me know, gonna be around.
If you got no place to go when you're feeling down.
If you're all alone when the pretty birds have flown.
Honey, I'm still free; take a chance on me.

Og viti menn, sú kona er stutthærð. 

Tilviljun? 

Kannski er það af því ég er að horfa eftir þessu, en yfirleitt fá stutthærðu konurnar ekki sömu athygli og þær síðhærðu.
Þær eru alla jafna ekki teiknaðar upp sem eggjandi og eftirsóknarverðar gyðjur sem menn hrúgast í kringum í kvikmyndum eða þáttum. Á móti hafa þær stutthærðu oft áru sjálfstæðis, sjálfsöryggis og starfsframa. Ef ég þyrfti að velja myndi ég allan daginn velja sjálfstæði og sjálfsöryggi, en ég myndi gjarnan vilja líka vera sexý og eftirsóknarverð í bólinu. 

Ég er samt búin að finna eina leikkonu sem veður í kynþokka og hefur meira og minna verið stutthærð á sínum ferli. Hver helduru að það sé?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Er það Demi Moore?
Prinsessan sagði…
Það er ekki Demi Moore.

Vinsælar færslur